Ólík hlutverk kynjanna
Ætli þetta sé ennþá sungið í sunnudagaskólum landsins:
Strákar: Ég vil líkjast Daníel
Stelpur: Ég vil líkjast Rut
Stelpu: Því Rut hún er svo sæt og góð
Strákar: En Daníel fylltur hetjumóð.
Ætli þetta sé ennþá sungið í sunnudagaskólum landsins:
Allir muna eftir Thule auglýsingunum þar sem Íslendingarnir tveir eru að monta sig af landi og þjóð við grunlausan útlending. Og hver hefur ekki lent í sömu aðstöðu og sagt hluti á borð við: 'Actually, every Icelander is in one phonebook' og 'Actually, in summer we have only two hours of darkness'. Mig langar að bæta einum við: 'Actually, every time an Icelander receives a doctorate there is an article about him in Morgunbladid'.
Nú styttist í komu Ians Rankin til landsins en Rankin var einn af ferðafélögunum okkar Ástu á Spáni ef svo mætti segja. Reyndar var hann hafður með í handfarangri. Þessi vinsælasti spennusagnahöfundur Bretlandseyja er á uppleið hér heima samkvæmt Óttari Proppé erlendra-bóka-gúrú Íslands. Ég keypti líka nýjustu bókina um rannsóknarlögreglumanninn Rebus, Fleshmarket Close, og hlakka mikið til að fá tíma til að glugga í hana. En Rankin kemur sem sagt um helgina og verður með uppákomu og áritanir í Bókbúð Máls og menningar á laugardaginn klukkan eitt.
Jæja, þannig fór það þá. Ríkisstjórnin að ná völdum í ráðhúsinu. Nýr meirihluti með minnihluta atkvæða. So much for að endurspegla vilja kjósenda. Jæja. Til hamingju Ísland.
Nú lítur út fyrir að það gangi eftir að Sjálfslyndir myndi meirihluta í Reykjavík. Það verður falleg sjón eða hitt þó heldur. Það verður lítill vandi að semja um málefnin enda standa báðir flokkarnir fyrir í besta falli óbreytt ástand (Flugvöllurinn til dæmis) en í versta falli argasta afturhald, fyrirgreiðslu, flokksgæðingastrokur og gamaldags risavaxin mislæg gatnamót.
Það er óhætt að kalla þetta kosningarnar sem enginn vann. Eða allir töpuðu. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki markmiðum sínum um hreinan meirihluta. Frjálslyndir bæta við sig fylgi, en ekki manni. Framsókn tapar manni frá R-lista samstarfinu en VG stendur á sléttu. Samfylking bætir við sig manni frá því síðast en fær ekki nægt fylgi. Þeir sem tapa samt allra mestu að mínu mati eru þeir sem lögðu sig fram um að slíta R-lista samstarfinu. Ætli þeir séu ánægðir með sinn hlut núna?
Þekkirðu Villa í raun? Prófaðu!!!
Þá erum við komin á heimaslóðir eftir rétt rúmlega 3 vikna slökunarskoðunarleiðangur. Meira um það síðar. Helstu myndir verða brátt gerðar aðgengilegar á interneti allra landsmanna fyrir þá sem þess óska. Nú er allur kraftur í það að tryggja Degi og félögum sem besta kosningu á laugardaginn. Reykjavík er frábær og verður enn betri ef við greiðum heiðarleika og dugnaði atkvæði okkar og þannig veitum Degi gott umboð til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.
25 milljón króna aukafjárveiting theirra Vilhjálms Th. Vilhjalmssonar og Alfreds Thorsteinssonar til hins ágaeta íthróttafélags Fram felur í sér dómgreindarbrest af hálfu theirra beggja, en mismunandi thó. Dómgreind Alfreds brestur ad thví leyti ad á sídustu dogum sínum í embaetti laetur hann tilfinningarnar til síns gamla íthróttafélag bera sig ofurlidi. Minnir sumpart á Bandaríkjaforsetana sem nota taekifaerid adur en their lata af voldum og náda fjoldann allan af fongum sem thekkja retta menn. Thetta er vidurkennd hegdun í Bandaríkjunum en á ad heyra sogunni til í Reykjavík.
Ja komid thid margblessud og sael eins og Jon Arsaell mundi segja. Nu erum vid loksins komin med almennilegt internet til nota og tha erum vid stodd i Nerja, sem er um 50 km vestur af Malaga. Malaga er líklega thekktast a Íslandi fyrir Malagafangann, en theim sem vilja fraedast um hann er bent a gagnasafn Morgunbladsins eda Helgarpostsins.
Nú horfir að sönnu betur með ferð Don Quixösse og Sancho Pásta um vegleysur spænskar. Vafasamt gistiheimili í Cordóba hefur goldið jáyrði við þeirri málaleitan að ferðalangarnir fræknu halli þar höfði næstu helgi. Þá eru stórborgirnar tryggðar. Granada, Cordóba, Sevilla og Malaga eru í hendi auk strandbæjarins Nerja. Enn er beðið svara frá Ronda og Zahara de los Atunes.
Er að fara að sofa en datt í hug að reka hér inn nefið. Þó ekki væri nema að punkta niður fyrir sjálfan mig þá sérkennilegu staðreynd að ég er búinn að hringja í 22 hótelhölda í Cordóba en enginn þeirra svo mikið sem lausan skáp handa okkur næsta laugardag. Jæja förum þá eitthvað annað....bíddu við. Ef það er svona umsetið hótelaplássið, þá hlýtur eitthvað skemmtilegt að vera að gerast í þessari fornu múslímaborg. Og þá vil ég vera þar! Fjandakornið.