miðvikudagur, maí 31, 2006

Ólík hlutverk kynjanna

Ætli þetta sé ennþá sungið í sunnudagaskólum landsins:

Strákar: Ég vil líkjast Daníel
Stelpur: Ég vil líkjast Rut
Stelpu: Því Rut hún er svo sæt og góð
Strákar: En Daníel fylltur hetjumóð.

Bók bókanna komin í hús



Þetta er snilldar lesning. Allt sem maður þarf að vita fyrir mótið og meira til.

Frasar landkynningarmanna

Allir muna eftir Thule auglýsingunum þar sem Íslendingarnir tveir eru að monta sig af landi og þjóð við grunlausan útlending. Og hver hefur ekki lent í sömu aðstöðu og sagt hluti á borð við: 'Actually, every Icelander is in one phonebook' og 'Actually, in summer we have only two hours of darkness'. Mig langar að bæta einum við: 'Actually, every time an Icelander receives a doctorate there is an article about him in Morgunbladid'.

þriðjudagur, maí 30, 2006

Ian Rankin

Nú styttist í komu Ians Rankin til landsins en Rankin var einn af ferðafélögunum okkar Ástu á Spáni ef svo mætti segja. Reyndar var hann hafður með í handfarangri. Þessi vinsælasti spennusagnahöfundur Bretlandseyja er á uppleið hér heima samkvæmt Óttari Proppé erlendra-bóka-gúrú Íslands. Ég keypti líka nýjustu bókina um rannsóknarlögreglumanninn Rebus, Fleshmarket Close, og hlakka mikið til að fá tíma til að glugga í hana. En Rankin kemur sem sagt um helgina og verður með uppákomu og áritanir í Bókbúð Máls og menningar á laugardaginn klukkan eitt.

mánudagur, maí 29, 2006

Sjálfssóknarflokkurinn

Jæja, þannig fór það þá. Ríkisstjórnin að ná völdum í ráðhúsinu. Nýr meirihluti með minnihluta atkvæða. So much for að endurspegla vilja kjósenda. Jæja. Til hamingju Ísland.

Fyrstu tillögur að nafni á meirihlutann:

Breiðholtsbrandarinn
Herbalife og hárkollubandalagið
Litla ríkisstjórnin

Fleiri tillögur velkomnar.

Ekki lengur tími til að breyta?

Nú lítur út fyrir að það gangi eftir að Sjálfslyndir myndi meirihluta í Reykjavík. Það verður falleg sjón eða hitt þó heldur. Það verður lítill vandi að semja um málefnin enda standa báðir flokkarnir fyrir í besta falli óbreytt ástand (Flugvöllurinn til dæmis) en í versta falli argasta afturhald, fyrirgreiðslu, flokksgæðingastrokur og gamaldags risavaxin mislæg gatnamót.

Auðvitað vonar maður auðvitað að stjórn borgarinnar verði farsælli en lýst er hér að ofan, svona virkar nú einu sinni lýðræðið. Hlutverk Reykjavíkurlistaflokkanna felst þá í því að halda mönnum við efnið og minna á fögru fyrirheitin þegar líður frá kosningum. Aðalatriðið er að það verði áfram gott og skemmtilegt að búa í Reykjavík.

sunnudagur, maí 28, 2006

Sturla Böðvarsson sigurvegari

Það er óhætt að kalla þetta kosningarnar sem enginn vann. Eða allir töpuðu. Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki markmiðum sínum um hreinan meirihluta. Frjálslyndir bæta við sig fylgi, en ekki manni. Framsókn tapar manni frá R-lista samstarfinu en VG stendur á sléttu. Samfylking bætir við sig manni frá því síðast en fær ekki nægt fylgi. Þeir sem tapa samt allra mestu að mínu mati eru þeir sem lögðu sig fram um að slíta R-lista samstarfinu. Ætli þeir séu ánægðir með sinn hlut núna?

Enginn vann, ekkert breytist og líklega tekur Reykjavík skref afturábak. Ef Sjálfstæðisflokkur myndar meirihluta þá verður það hlutverk Samfylkingarinnar að halda þeim við efnið og láta þá standa við bleiku loforðin. Það sem mér þykir verst er að hugsa til þess að flugvallarmálið verður örugglega sett í frystikistuna og risastórt mislægt gatnamótaskrímsli verður byggt við Kringluna. Sturla Böðvarsson hlýtur að vera nokkuð ánægður.

föstudagur, maí 26, 2006

Villi Vill

Þekkirðu Villa í raun? Prófaðu!!!
Smelltu á fyrirsögnina eða farðu á þessa slóð:
http://www02.quizyourfriends.com/quizpage.php?quizname=060526072607-638470&

fimmtudagur, maí 25, 2006

Dagur er besti maðurinn i starfið

Þá erum við komin á heimaslóðir eftir rétt rúmlega 3 vikna slökunarskoðunarleiðangur. Meira um það síðar. Helstu myndir verða brátt gerðar aðgengilegar á interneti allra landsmanna fyrir þá sem þess óska. Nú er allur kraftur í það að tryggja Degi og félögum sem besta kosningu á laugardaginn. Reykjavík er frábær og verður enn betri ef við greiðum heiðarleika og dugnaði atkvæði okkar og þannig veitum Degi gott umboð til að hrinda stefnumálum sínum í framkvæmd.

föstudagur, maí 19, 2006

Fram og aftur?

25 milljón króna aukafjárveiting theirra Vilhjálms Th. Vilhjalmssonar og Alfreds Thorsteinssonar til hins ágaeta íthróttafélags Fram felur í sér dómgreindarbrest af hálfu theirra beggja, en mismunandi thó. Dómgreind Alfreds brestur ad thví leyti ad á sídustu dogum sínum í embaetti laetur hann tilfinningarnar til síns gamla íthróttafélag bera sig ofurlidi. Minnir sumpart á Bandaríkjaforsetana sem nota taekifaerid adur en their lata af voldum og náda fjoldann allan af fongum sem thekkja retta menn. Thetta er vidurkennd hegdun í Bandaríkjunum en á ad heyra sogunni til í Reykjavík.

Dómgreindarleysi Vilhjálms felst í thví ad hann hefur eitt augnablik leyft kjósendum ad sjá í gegnum bleika skýid sem umlukid hefur Sjálfstaedisflokkinn undanfarnar vikur. Thad er kannski bara aegaett af fólk fái ad sjá hvernig flokkurinn virkar í raun og veru. Fram-lagid sýnir okkur á óyggjandi hátt ad Vilhjálmur vílar ekki fyrir sér ad taka upp gamaldags stjórnarhaetti, sem tídkustust thegar hann var sídast vid vold fyrir 12 árum sídan. Íthrótta- og aeskulýdsmál verda tekin úr faglegum farvegi thanning ad almennar leikreglur skipta ekki máli ef madur thekkir mann. Sama logmál mun gilda um lódaúthlutanir thar sem vel voldum verktokum verda gefin taekifaeri til ad graeda vel á `ókeypis` lódum auk thess sem skattar verda laekkadir a tha sem eiga mest.

Thad er nánast sjarmerandi ad finna thann hlýhug sem einkennir tugmilljóna kvedjugjof Alfreds til félaga sinna í Fram gegn almennum leikreglum. Í tilfelli Vilhjálms er thad hins vegar hrollvekjandi tilhugsun ad slík fyrirgreidsla og klíkuskapur verdi leidd aftur til valda í rádhúsi Reykvíkinga.


Thetta a ad birtast her lika

þriðjudagur, maí 16, 2006

So far sooooo goooood

Ja komid thid margblessud og sael eins og Jon Arsaell mundi segja. Nu erum vid loksins komin med almennilegt internet til nota og tha erum vid stodd i Nerja, sem er um 50 km vestur af Malaga. Malaga er líklega thekktast a Íslandi fyrir Malagafangann, en theim sem vilja fraedast um hann er bent a gagnasafn Morgunbladsins eda Helgarpostsins.

Líklega er best ad byrja á byrjuninni. Vid flugum til Alicante thann 3. thessa mánadar og keyrdum thadan til Granada, sem margir thekkja og svo thadan til Córdoba sem er frábaer borg, líklega thekktust fyrir Mezquita domkirkjuna, sem ádur var moska. Thadan ókum vid til Sevilla. Thess ma geta ad billinn okkar heitir Blue Steel og er af gerdinni Ford Fiesta. Hann hefur stadid sig afar vel og hefur unnid í gódri satt vid vegakerfi Spánar.

Sevilla er stórkostleg borg og margslungin. Dómkirkjan er mognud sjon, maturinn framúrskarandi og flamenco-blodhitinn einstakur. Thess ma geta ad i ollum thessum borgum er ad finna gotur sem liggja i krakustiga sem gaman er ad villast i. Stundum var thetta eins og ad ganga í volundarhusi, madur var allt i einu kominn i hring, eda eitthvad allt allt annad en madur aetladi. Fra Sevilla la leidin til Zahara de los Atúnes sem er agnarsmar baer a sudur Atlantshafsstrond Spanar. Strondin er alveg kynngimognud, naer algjorlega mannlaus a thessum tima ars en bydur upp a steikjandi sol og hressilega hafgolu. Audvitad hafdi thad i for med ser ad undirritadur brann a ristunum, sem er sa stadur sem madur gleymir alltaf ad bera a solvorn eftir ad hafa vadid i sjonum og sandinum. Tharna leid okkur alveg sérstaklega vel. Vid vorum a frabaeru hoteli i Zahara, Dona Lola. Okkur langar ad fara thangad aftur sem fyrst, hugsanlega fyrr en nokkurn grunar. Thad er liklega bara 3 tima akstur hedan fra Nerja!








Thadan forum vid eitt siddegid til Gibraltar ad heilsa upp a fjarskylda fraendur okkar.



Sidan gistum vid eina nott i Ronda og svo adra i Malaga en erum nu komin til Nerja. Meira sidar.

fimmtudagur, maí 11, 2006

Sevilla ganador!



Heimamonnum leiddist ekki ad vinna UEFA bikarinn med 4:0 sigri a Boro!

föstudagur, maí 05, 2006

Si Si

Taka fram ur svinaflutningabilum á hradbrautinni, klidandi laekir i Alhambra, tapas, Barcelona tryggir ser meistaratitilinn, cervesas, Gazpacho Flamencoklubburinn, Filippus og Isabella. Thetta er medal thess helsta hingad til. Kvedja heim!

þriðjudagur, maí 02, 2006

Á réttri leið

Nú horfir að sönnu betur með ferð Don Quixösse og Sancho Pásta um vegleysur spænskar. Vafasamt gistiheimili í Cordóba hefur goldið jáyrði við þeirri málaleitan að ferðalangarnir fræknu halli þar höfði næstu helgi. Þá eru stórborgirnar tryggðar. Granada, Cordóba, Sevilla og Malaga eru í hendi auk strandbæjarins Nerja. Enn er beðið svara frá Ronda og Zahara de los Atunes.

Nýjasta strikið í (nú þegar allt of háan) reikninginn er Alhambra höllin eina sanna. Þar stemma menn stigu við ágangi túrhesta með því að selja örfáa (6000) miða á dag, og nú er uppselt á netinu. Það þýðir að undirritaður þarf að mæta í ágæta biðröð klukkan 7 að morgni til að berja alla innviði þessa kofa augum.

Margar spurningar

Er að fara að sofa en datt í hug að reka hér inn nefið. Þó ekki væri nema að punkta niður fyrir sjálfan mig þá sérkennilegu staðreynd að ég er búinn að hringja í 22 hótelhölda í Cordóba en enginn þeirra svo mikið sem lausan skáp handa okkur næsta laugardag. Jæja förum þá eitthvað annað....bíddu við. Ef það er svona umsetið hótelaplássið, þá hlýtur eitthvað skemmtilegt að vera að gerast í þessari fornu múslímaborg. Og þá vil ég vera þar! Fjandakornið.

Náum líklega ekki að koma þessu fyllilega heim og saman. Skrítið, að ég hélt að þrjár vikur væru feikinóg til að dútla sér um Andalúsíu, en svo þegar maður skoðar dagskrána í hinu miskunnarlausa skipulagsforriti Excel, þá blasir við að annað hvort verðum við á svaka spani, eða þurfum að velja og hafna áfangastöðum.

Granada, Sevilla, Malaga og Nerja eru alla vega frágengin og glæsilegur Renault Clio.

Enskir standa á öndinni yfir meiðslahrinu. Nike eru í vondum málum. Rooney frumsýnir nýja skotskó, byrjar á því að skjóta framhjá í upplögðu færi og fótbrýtur sig síðan. Eitthvað segir mér að útsölur komandi missera muni verða hlaðnar þessum hrakfallabomsum.

Góðar stundir. Kannski verður bloggt (má ekki beygja það svona?) frá Spáni ef tími og tölva vinnst til. Góðu fréttirnar eru þær að ég náði að fá iTrip til að virka enn á ný.