fimmtudagur, júní 29, 2006

Knattspyrna á heimsmælikvarða

Kominn tími til að sjá loksins alvöru fótbolta. KR-Valur í kvöld!

þriðjudagur, júní 27, 2006

Ein af setningum keppninnar

"Við sjáum að hann hleypur beint upp í ljónsgapið og missir boltann þar" -Ólafur H. Kristjánsson.

Iss Sviss

Hvernig getur landslið farið í gegnum heilan fótboltaleik, framlengingu og vítaspyrnukeppni án þess að skora mark? Tók sig upp gamalt hlutleysi? Þetta hlýtur að vera einstakt í sögu HM.

mánudagur, júní 26, 2006

Eins og Morgunblaðið

Morgunblaðið er ákaflega duglegt að rifja upp þau skipti sem það hefur haft rétt fyrir sér. Ég er líka drýldinn. Þetta sagði Röflið 3. mars síðastliðinn:

"Herbragð Jürgens Klinsmanns er að ganga upp. Þýska pressan er tryllt yfir slöku formi leikmannanna en þetta er örugglega allt saman útpælt. Þeir eiga eftir að koma á óvart, sanniði til!"

Kveðja
Dr. Ýldinn

föstudagur, júní 23, 2006

Er HM sýnt í Golfskálanum Miðdal?

Svarið er já.

Verður horft um helgina?

Sama svar.

Er hægt að kaupa bjór þar?

Sama.

fimmtudagur, júní 22, 2006

Afríkuævintýri ársins



Ganar áfram. Kanar heim.

Langfeðgatal

Getur einhver staðfest hvort knattspyrnumaðurinn Nedved sé af dönskum ættum? Liggur það ekki í nafnsins hljóðan? Einnig langar mig að vita hvort skoski prentarinn Ferguson, frumkvöðull íslenskrar knattspyrnu í byrjun síðustu aldar, eigi hugsanlegt barnabarn eða barnabarnabarn í þjálfarabransanum á Englandi.

miðvikudagur, júní 21, 2006

Besta HM auglýsingin

Sú besta: Adidas - strákarnir tveir sem kjósa bestu knattspyrnumenn heims og spila við þá þangað til mamma kallar á þá í mat. Skemmtileg fantasía sem allir fótboltaáhugamenn kannast við að hafa látið sig dreyma um. Skemmtilegt auka-töts að hafa Platini og Beckenbauer með.

Sú versta: Ja, það er spurning. Hvað finnst þér? Á mínu heimili er mest hlegið að skjáauglýsingunum sem eru lesnar eins og dramatískir movietrailerar.

Óvæntar vinsældir í München




Ljósmynd: Óli Jóh.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Eitt er öruggt

Der Ball ist rund

Hálfur leikurinn sýndur?

Rusl nýja meirihlutans

mánudagur, júní 19, 2006

Svalur Svissari

Hvað sem segja má um offramboð á 0:0 og 2:0 leikjum þessa dagana þá er svissneski markmaðurinn með svalasta nafnið:Zuberbühler.

Góð einkunn

Hver sagði og um hvern? "Hann er með yfirburðaþekkingu á nær öllum sviðum þjóðlífsins".

föstudagur, júní 16, 2006

Messi as?

Vá vá vá. Argentína í úrslit? Já já já.

Hreinsunarátak nýja meirihlutans

Góð bókun hjá Degi í borgarráði í gær:

"Síðustu vikur hafa tugir vinnuflokka unnið að hreinsun og fegrun borgarinnar, einsog jafnan á þessum árstíma. Er miðið við að sem flestum verkþáttum sé lokið fyrir þjóðhátíðardaginn 17. júní. Engin ástæða er til þess að slá þessu átaki á frest fram í júlí."

Bók bókanna

Sé að HM bókin er komin á topp 10 í Pennanum.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Undanúrslit

Ég er svona að skjóta á að þetta verði Argentína-Holland og Brasilía-Tékkland í undanúrslitum. Ætli Argentínumenn verði heimsmeistarar eftir sigur á Tékkum? Áður var ég búinn að spá Þýskalandi og Brasilíu í úrslitaleik. Ekki rætist allt.

Magnum Opus Alfreðs

http://www.or.is/media/files/ORlokaeintak.m4a

miðvikudagur, júní 14, 2006

Númer 7 er við góða heilsu, skv. læknisskoðun félagsins.

Að kast bjálka í eigin auga í glerhúsi

Í sama tölublaði og Blaðið gerir grín að Morgunblaðinu fyrir sumarafleysinga-tök í málfari, fjalla þeir um Magnús Stefánsson, söngvarann í hljómsveitinni 'Upplifting'.

Heiður Eiður


Óskum Eiði Guðjohnssen til hamingju með nýjan áfangastað. Gera menn sér almennt grein fyrir því hversu rosalegur heiður þetta er? Er Smári ekki eini maðurinn sem hefur verið seldur frá Chelsea með hagnaði frá því að rússagullið flóði þarna inn? Hver hefði trúað þessu þegar pilturinn fótbrotnaði um árið? Snilldin ein. Visca Barca!

þriðjudagur, júní 13, 2006

Allt leyfilegt fyrir Saudi Arabíu, nema það sem aðrir mega

"Issued in 2003 by Sheikh Abdallah Al-Nadji and printed by the Saudi newspaper Al-Watan in August 2005, the fatwa forbidding football - except when played as training for Jihad - lists fifteen prohibitions, including:

Don't play football with four lines [surrounding the field], since this is the way of the non believers.

One should not use the terminology established by the nonbelievers and the polytheists, like: 'foul', 'penalty-kick', 'corner kick', 'goal', and 'out of bounds'. Whoever pronounces these terms should be punished, reprimanded, kicked out of the game, and should even be told in public: 'You have come to resemble the non-believers and the polytheists, and this has been forbidden.'

Do not set the number [of players] according to the number of players used by the non-believers, the Jews, the Christians, and especially the vile America. In other words, eleven players shall not play together. Make it a larger or smaller number.

Do not play in two parts [i.e. halves], but rather in one part or in three parts, so as to be different than the sinful and rebellious, the non-believers and the polytheists.

When you finish playing, be careful not to talk about the game, and not to say 'we play better than the opponent,' or 'so-and-so is a good player.' Moreover, you should speak about your body, its strenght and its muscles, and about the fact that you are playing as [a means of] training to run, attack, and retreat in preperation for jihad for Allah's sake.

If one of you inserts the ball between the posts and then starts to run so that his companions will run after him and hug him, like the players in America and France do, you should spit in his face, punish him, and reprimand him, for what do joy, hugging, and kissing have to do with sports?

[Úr The thinking fan's guide to the World Cup]

Greinilegt að menn geta átt von á hverju sem er frá Saudum sem mætir liði Túnis á morgun, miðvikudag. Reyndar eru 98% Túnismanna múslimar líkar. Kannski verða þetta þrír hálfleikir með sjö manns í öðru liðinu og þrettán í hinu.

Ragnar Vatnsgusa

Fórum á Roger Waters í gær. Ég er ekki handgenginn Dark side of the Moon en þekki The Wall betur. Allt vel spilað, nokkuð fyrirsjáanlegt, en mesta sjónarspil og besta hljóð sem ég hef heyrt í þessu húsi. Athyglisverð umferðarteppa í kringum Egilshöllina.

Tékkitt

Tékkar fara langt. Hugsanlega langleiðina. Enginn býst við neinu af Tékkum, en þeir hefndu ærlega fyrir stuldinn á Budweiser í gær. Brassar eru allt of líklegir. Hugsanlega verður það þeim að falli. Króatar gætu sett þá í erfiða stöðu. Japanir eru klaufar og frömdu fótboltalegt harakiri í gær. Ítalir skemmtilegir aldrei þessu vant og mega fara langt mín vegna haldi þeir því áfram. Afríkuþjóðirnar komast ekki áfram. Mig grunar enn að Þjóðverjarnir fari alla leið í úrslitaleikinn.

Litla ríkisstjórnin tekur við völdum í dag. Hvernig bíl ætli formaður borgarráðs velji sér?

mánudagur, júní 12, 2006

Billy til sölu


Óska eftir að selja nær ónotaða Billy horneiningu með eikaráferð. Gríptu tækifærið og gefðu bókaskápunum þínum hraustlegt og gott útlit. Tekið skal fram að Billy horneiningar eru ekki framleiddar lengur. Kostaði 17.000, verð nú 11.111 kr. og ekki þarf að setja hann saman nema sérstaklega sé óskað eftir því.

Jói Hauks

Nú er búið að hrekja minn gamla vinnufélaga Jóhann Hauksson af Fréttablaðinu fyrir að benda á að Björn Bjarnason sé sonur Bjarna Ben. Ætli ég verði rekinn af Röflinu fyrir að benda á að Andrés Magnússon á Blaðinu og Kjartan Magnússon borgarfulltrúi séu bræður. Eða að Guðlaugur Þór Þórðarson, tilvonandi Orkuveitustjóri, sé fyrrverandi tengdasonur Villa Vill. Allir vita að gamli góði Villi er hæverskur og góður kall, nema Gísli Marteinn en æra hans var tjörguð og fiðruð af þeim hæverska í prófkjörinu i haust.

Aftökur á HM

Þrjár HM þjóðir leyfa dauðarefsingar. Hverjar eru þær, hver þeirra tók flesta af lífi í fyrra og hver fæsta?

HM helgi 1 að baki

Jahérna, aldrei sá ég ekki HM. Heil helgi full af bolta og mönnum sem taka aðra á, finna menn í fæturna, eru sterkir hlaupalega séð, rosalegir í loftinu og jafnvel einn sem var með reglulega áætlunarferðir upp vinstri kantinn. Leitt að sjá það trend skapast að góð lið skori mark í upphafi leiks og síðan ekki söguna meir (sbr. England, Holland og Portúgal). Skemmtilegasti leikur helgarinnar hlýtur að teljast Argentína Fílabeinsströndin en þeir voru í argandi fíling. Þetta hlýtur að teljast sterkasti riðillinn, í það minnsta skemmtilegri heldur en Tékkar, BNA, Ítalía og Gana. Í þeim ríðli eru Gana mínir menn.

Reyndar var líka lúmskt gaman að sjá Gömlu Trýnin stríða Svíagrýlunni. Það er alltaf gaman. Og íslenska handboltalandsliðið gekk á lagið. Það er örugglega logandi fjör á sænsku íþróttasíðunum í dag.

föstudagur, júní 09, 2006

Fótur undir Fótarfæti



Er ekki rist Rooneys einhver sú umtalaðasta eftir Krists burð? Og menn ekkert þreyttir á tali um stærsta íþróttaviðburð sögunnar? Hvað um það. Þetta verður svakalega gaman og byrjar í dag.

Las um Ekvador, Ghana og Þýskaland í Bók bókanna í gær. Ekvador greinin fjallaði um magnaðan forseta sem náði kjöri í landinu og var kallaður Brjálæðingurinn. Stærsta íþróttafrek þeirra hingað til er gullverðlaun í kraftgöngu á Ólympíuleikum sem olli því að kraftgönguæði greip um sig í landinu. Svona svipað og að Íslendingar hefðu farið á kvennastangarstökksflipp þegar Vala fékk bronsið um árið. Rétt eins og Árni Matt þá mæli ég enn og aftur með þessari góðu bók sem fæst í betri bókaverslunum.

fimmtudagur, júní 08, 2006

Hvað vilja óstabílir í Öryggisráðið?

Ætli það virki ekki sannfærandi í kosningabaráttunni fyrir sæti í Öryggisráðinu þegar fjórði maðurinn á þremur árum sest í stól utanríkisráðherra? Hvað þá ef hann heitir Guðni Ágústsson.

B & S

Miðar á Belle og Sebastian tryggðir. Það er smá sárabót fyrir frestaða Rolling Stones og þar af leiðandi fjarveru mína á Depeche Mode í Árósum á morgun.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Snúið

Stundum verður ekki aftur snúið. Þá tekur eitthvað nýtt við.

Ási

Ef Ásbjörn Kristinsson hefði verið kallaður Ási þá væri hann ennþá í verbúð, ekki plötubúð. Það mundi enginn mæta á tónleika með fimmtugum Ása. Ja, nema ef það væri Ási í Bæ.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Leigubílstjórinn í mér

Er ekki einhvern veginn allt að gerast. En samt ekki neitt? Hræringar í stjórnmálum og fjölmiðlum. Skipta það einhverju máli? Er ekki mikilvægara að veðrið sé svona sæmilegt?

Árni hittir naglann á skallann.

Smellið á fyrirsögnina.

Sigurvegarinn, taka 2

Nú væri upplagt fyrir Fréttablaðið að endurbirta grein Óskars Bergssonar, Sigurvegarinn.

föstudagur, júní 02, 2006

Föstudagur í Hvítasunnu

Lofar góðu veðrið í dag. Svíkur á morgun og sunndag. Ef ég þekki þetta land rétt. Planið er að fara upp í bústað og reyna að hemja náttúruna aðeins.

fimmtudagur, júní 01, 2006

Séð og heyrt selt?

Er það tilviljun að Breki á Hér og nú er rekinn daginn áður en Mikael Torfason, blaðamannslegur uppeldissonur Gunnars Smára, tekur við Séð og heyrt. Samsæriskenningin segir að þegar hafi verið gengið frá sölu Séðs og heyrðs til 365. Alla vega mundi ég ekki gera ráð fyrir að Séð og heyrt undir ritstjórn Mikka fái fleiri auglýsendur en það hafði undir Bjarna Brynjólfs.

Hleranir

Samkvæmt þingsályktunartillögu Halldórs Ásgrímssonar mega fræðimenn bara rannsaka hleranir og annað sem tengist öryggi Íslendinga, eða skorti á öryggi öllu heldur, til ársins 1991. Af hverju að stoppa á árinu þegar Davíð Oddsson tók við?

Sigurvegarinn

Þeim sem eiga erfitt með að skilja Framsóknarflokkinn er bent á skilmerkilega yfirlitsgrein Óskars Bergssonar í Fréttablaðinu í dag. Greinin, sem ber heitið Sigurvegarinn, segir frá því að þessi flokkur, sem fæstir kusu, sé sigurvegari kosninganna. Og af hverju? Jú, af því þeim tókst að halda völdum, þrátt fyrir fá atkvæði. Það er sigurinn. Með öðrum orðum: Ekki er keppt að því að fá sem flest atkvæði heldur að fá sem mest völd. Það er sigurinn.