föstudagur, september 28, 2007

Firringin

Getur einhver sagt mér af hverju Humarvinnslan á Þorlákshöfn segir upp fólki vegna niðurskurðar á þorskafla? Hverjar gætu mótvægisaðgerðirnar verið? Niðurgreiða humar, smjör og rjóma?

miðvikudagur, september 26, 2007

Heilbrigðisvottorð eða skoðanakönnun?

Árlega flytja íslenskir fjölmiðlar af því að alþjóðlega stofnunin Transparency International telji Ísland nær laust við spillingu. Ástæðan er sú að íslenskir fjölmiðlar er lélegir í ensku. Fyrirsögn Moggans 'Lítil spilling á Íslandi' er því ekki endilega rétt.

Staðreyndin er sú að Transparency kannar á hverju ári hvernig upplifun fólk í alþjóðlegum viðskiptum er af spillingu hjá þjóðum heims. Það er sem sagt ekki Grímseyjarferjan eða framganga Framsóknarmanna/Landsvirkjunar tveimur dögum fyrir kosningar sem veldur því að Ísland felur niður um fimm sæti á listanum. Þetta er ekki vísindaleg úttekt heldur skoðanakönnun, reyndar ákaflega faglega unnin sem slík. Listinn heitir Transparency International Corruption Perception Index og er orðið Perception ákveðið lykilatriði sem íslenskir fjölmiðlar horfa alltaf framhjá.

Athyglisverð staðreynd

Það eru fleiri þrælar í heiminum í dag en fyrir 200 árum þegar þrælahald var leyfilegt. Talið er að um 27 milljónir þrælar séu á vinnumarkaði. Þetta kom fram á ráðstefnu sem ég sótti í gær.

Hámark hrokans


Að reyna að taka rauða spjaldið af dómaranum.

Terry súmmerar allt sem er að hjá Chelsea. Sagt er að hann hafi gert svokallaðan 'unlimited parity' samning sem þýðir að hann verði launahæsti leikmaður félagsins hvað sem á dynur - í allt að níu ár. Chelsea hafnaði þó kröfu Terrys um að hann ætti option á því að taka yfir þjálfun félagsins að þessum níu árum liðnum. Þetta er náttúrlega ekki hægt.

mánudagur, september 24, 2007

Samræmdur lokunartími forn

Stefán vinur minn lögreglustjóri Eiríksson hefur undanfarna daga haft á lofti hugmyndir um að krárnar í miðbænum eigi öllum að loka klukkan 2 á nóttunni um helgar.

Segjum sem svo að allir loki klukkan 2. Hvað gerist þá?

Þá myndu súpur af fólki safnast saman á götunum, rétt eins og var þegar allt lokaði klukkan 3 forðum, nema hvað menn væru enn óþreyjufyllri og argari. Næturpartíium í heimahúsum (mest miðsvæðis) myndi stórlega fjölga. Líklega myndi krám fækka mjög á svæðinu og þær stækka til að bregðast við skertum afgreiðslutíma. Velta í veitingabransanum myndi minnka stórlega þannig að veitingastöðum af öllu tagi myndi fækka líka. Skemmst frá því að segja að mér líst illa á þessar hugmyndir.

Getur verið að Stefán hafi stuðning borgarstjórans fyrir hugmyndum um skertan djammtíma? Villi virðist alla vega stundum láta sig dreyma um íslenska Osló. Einhverjir fleiri sem vilja það?

Ég er því þó alveg fylgjandi að löggan vinni vinnuna sína og framfylgi reglum og lögum. Taki til dæmis menn og sekti fyrir að kasta af sér þvagi á almannfæri og brjóta glerflöskurnar sem þeir tóku með sér að heiman. Einnig finnst mér að lögreglan mætti stöðva sölu ÁTVR í Austurstræti á áfengi (köldu sem volgu) til fólks sem er í mikilli vímu. (Það er í orðu kveðnu bannað en ég sá á föstudag starfsmann selja ógæfumanni tvo bjóra og styðja svo valtan kúnnann út, gott ef hann opnaði ekki bjórinn fyrir hann líka)

Sumarauki?

Nei það er ekki blessuð blíðan í dag, ólíkt því sem var '39. Um það má lesa meira í þessu merka kvæði:

Þeir héldu dálitla heimsstyrjöld um daginn
fyrir hálfri öld síðan
það var sumarauki í september 39
og sólin og blíðan

hve ég vildi ég hefði verið uppi á þeim dögum
og vottað hvað skeði
og hefði þá getað horft á dýrðina sjálfur
og haft af því gleði

en allt sem ég hef, get ég þakkað þessari styrjöld
sem þurrkaði út borgir
og kostaði fimmtíumilljónir manna lífið
og mállausar sorgir

já öll þessi grimmd hún gat af sér gleði
og góðærið mesta
en mér er samt þungt um mál á þessari stundu
því ég missti af því besta

[Styrjaldarminni]

Þekkirðu höfundinn? Giskaðu.

föstudagur, september 21, 2007

Alfreð snýr aftur

Sei sei sei. Þegar þessi frétt er skoðuð skilur maður af hverju Gulli Sus vill ekki að Alfreð Þorsteinsson sé að vasast í byggingu hátæknisjúkrahúss. Hann ætlar að fá hann aftur heim í Orkuveituna til að stýra Gagnaveitunni! Hahaha.

Verðmæti Gagnaveitu Reykjavíkur, sem áður hét Lína Net, er sem sagt um tíu milljarðar króna og telur Landsbankinn að verðmætið þrefaldist á næstu árum, en Gulli Sus fékk bankann til að meta verðmæti Gagnaveitunnar, væntanlega til að koma höggi á vin sinn Alfreð.

„Þetta mat er mun hærra en flestir höfðu gert sér í hugarlund. Lína Net var margsinnis þrætuepli meirihluta og minnihlutans í Reykjavíkurborg. Til að mynda kom fram þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í minnihluta að fulltrúum hans þætti mjög illa farið með það fé sem lagt var í fyrirtækið. Hátt í fimmta milljarð króna hafi verið sóað þangað“, segir á vef Ríkisútvarpsins.

fimmtudagur, september 20, 2007

Bókardómur - Exit Music, Ian Rankin


Lauk í gær við síðustu bókina í Rebus flokki Ians Rankin, Exit Music. Skemmst er frá því að segja að líklega er þetta besta Rebus-bókin, hörkuspennandi, dimm og fantavel skrifuð og endir sem kemur virkilega á óvart. Það er mjög spennandi að sjá hvað Rankin tekur sér næst fyrir hendur, því hann er í mjög góðu rit-formi. Bókin kemur í sölu í Pennanum á laugardag.

miðvikudagur, september 19, 2007

The Treasure of The Sierra Madre


Tók af rælni ofannefnda mynd á Bókasafninu um daginn. Hún er á nýlegum lista talin 38. besta mynd sem gerð hefur verið. Ég geri enga athugasemd við það. Humphrey Bogart er stórkostlegur í þessari mynd. Breytist úr viðkunnalegum vegaleysingja í gráðugt skrímsli. Stórkostlegur.

mánudagur, september 17, 2007

Næturvaktin

Eigum við að ræða það eitthvað?

föstudagur, september 14, 2007

Færsla númer 1.000

Þetta er nú meiri vitleysan að drita rugli sem enginn les inn á vefinn í þúsundatali. Hér er tillaga fyrir ríkisstjórnina: Í staðinn fyrir þessar mótvægisaðgerðir sem voru kynntar til að bregðast við samdrætti þorskaflans, og enginn virðist ánægður með, ætti að nota peninginn til að kaupa rosalega mikið af þorski og flytja hann til landsins og láta fýlupúkana fá. Hvað ætli það sé hægt að kaupa mikinn þorsk fyrir 11 milljarða?

Randver

Við Ásta eigum röndótt sængurföt, svokölluð Randver. Af þeim sökum kenni ég til með Randveri Þorlákssyni, formanni félags íslenskra leikara, að honum hafi verið sparkað úr Spaugstofunni. Í prinsippinu er ég fylgjandi brottvikningu hans, þ.e. að Spaugstofan er orðin þreytt og móð, en hefur samt þetta 'eitthvað' við sig sem dregur tugþúsundir að skjánum. Því er ráð að halda áfram með Spaugstofuna en að reyna að fríska upp á hana, endurnýja, þannig að enginn sé alveg 100% öruggur um að halda sæti sínu í mjúkum sófum Spaugstofunnar.

Randver fær hins vegar tækifæri til að gera eitthvað nýtt. Hann er ólíkindatól og gæti gengið í endurnýjun lífdaga til dæmis með Stelpunum á Stöð 2, búið til uppistand eða eitthvað. Áfram Randver.

fimmtudagur, september 13, 2007

Glæsilegt sigurmark hjá Ásgeiri

Mér fannst fallega gert hjá Eiði og félögum að tileinka Ásgeiri Elíassyni sigurinn á N-Írum og tengja sigurmarkið við hann.

Hér er athyglisverður punktur úr nýjasta hefti Scientific American:

Imagine that the U.S. is preparing for an outbreak of an unusual Aisan disease that is expected to kill 600 people. Government officials have proposed two alternative programs to combat the disease. Under program A, 200 people will be saved. Under B, there is a one-third probability that 600 people will be saved and a two-thirds probability that nobody will. Confronted by this choice, 72 percent of people choose A, preferring to save 200 people for certain rather than risking saving no one.
Now imagine that officials present these two options instead: under program C, 400 people will die; under program D, there is a one-third probability that nobody will die and a two-thirds probability that all 600 people will perish. Faced with this pair of scenarios, 78 percent of people choose D, according to results of a classic study by Nobel laureate Daniel Kahneman, a psychologist at Princeton University, and his longtime collaborator, psychologist Amos Tversky.

Þetta er byrjunin á grein um mátt orða og orðunar sem allir almannatengslamenn og atvinnumeðmælendur ættu að lesa. Og hinir líka kannski...

miðvikudagur, september 12, 2007

Norður-Írafár

Bærinn er fullur af grænklæddum fyllibyttum sem syngja hástöfum á bjagaðri ensku. Þessir grænjaxlar munu vonandi ganga beygðir til íslensks miðvikudags-næturlífsins í kvöld. Áfram Ísland!

föstudagur, september 07, 2007

Tilkynning til sjófarenda

Ekki er ráðlegt að leika knattspyrnu innan við 90 mínútum eftir sjósund.

Séði starfsmaðurinn...

...fær sér að borða klukkan 11:30 svo hann geti notað matartímann í eitthvað skemmtilegt.

miðvikudagur, september 05, 2007

Biblíuhúmor

Menn kirkjunnar eru að gera athugasemdir við að hluti píslarsögunnar sé skoðaður í húmorísku ljósi til að auglýsa. Talið er ósmekklegt að tengja fyndni þessari harmþrungnu sögu. Þó er það nú þannig að Biblían sjálf lumar á léttu gríni í frásögninni af því þegar Jesús er handtekinn af Rómverjum eftir svik Júdasar. Í Markúsarguðspjalli segir:

Þá yfirgáfu hann allir lærisveinar hans og flýðu. En maður nokkur ungur fylgdist með honum. Hann hafði línklæði eitt á berum sér. Þeir vildu taka hann, en hann lét eftir línklæðið og flýði nakinn.


Þarna er verið að grína þannig að það er bara alveg í lagi að grínast með þessa sögu. En hvað var Síminn annars að auglýsa? Man það einhver? Síma fyrir heyrnarlausa menn í Rómarveldi?

þriðjudagur, september 04, 2007

Heimsmarkaðsverð

Framkvæmdastjóri FÍB kemur í fjölmiðla og segir að hækkun bensínverðs eigi sér engar forsendur. Heimsmarkaðsverð hafi ekki hækkað.

Talsmenn bensínsala koma í fjölmiðla og benda á að heimsmarkaðsverð hafi hækkað mikið.

Hver hefur rétt fyrir sér? Er til of mikils mælst að fréttamenn tékki bara á því sjálfir hvernig heimsmarkaðsverð á eldsneyti þróast? Hvar er sannleikurinn í málinu?

mánudagur, september 03, 2007

Hvaða bók ert þú?

Já ég hugsa að liðsmenn bókaútgáfunnar Bjarts hafi lyft sér á kreik um helgina til að fagna því að sterkum keppinautum fækkaði um helming. Nú er Bjartur næst-stærstur! Á slíkum tímamótum í bókaútgáfu er rétt að velta því fyrir sér hvaða bók maður væri:





You're Alice's Adventures in Wonderland!

by Lewis Carroll

After stumbling down the wrong turn in life, you've had your mind
opened to a number of strange and curious things. As life grows curiouser and curiouser,
you have to ask yourself what's real and what's the picture of illusion. Little is coming
to your aid in discerning fantasy from fact, but the line between them is so blurry that
it's starting not to matter. Be careful around rabbit holes and those who smile to much,
and just avoid hat shops altogether.



Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.