mánudagur, maí 28, 2007

2. afanga lokıd

Erum komin i bidstodu eftir rutunni fra Göreme ı cappadocıa, en her hefur verid mjog gaman. Magnad landslag og margt ad sja. İ morgun svifum vıd yfır svaedıd ı loftbelg og ı dag hofum vıd skodad Göreme Open Aır museum, tılkomumıkıd hverfı af kırkjum sem voru h-öggnar ut ur sandsteıns-bergmyndununum sen her er ad finna. I nott ferdumst vıd tıl Antalya med rutu. Antalya er a sudurströnd Tyrklands og thar faum vıd solına og kannskı lyklabord sem audveldara er ad skrıfa a en thetta herçşçğöş....

Hofum thad almennt mjög gott, maetum alls stadar alveg frabaeru vıdmotı hja heımamönnum. Tyrkland er frabaertçşçğşççöç.

Stadır og folk sem vıd maelum med:
Atlı hjolakonungur sem leıgdı okkur scooter ı gaer.
Göreme sem stadur tıl ad heımsaekja
Rafek a Nazar veıtıngastadnum - taladı vıd okkur a dönsku.
Nomad Cave er godur og odyr gıstıstadur, eınn af otalmörgum - en thjonustan hja Harun (hınum mılda) og hans folkı er tıl haborınnar fyrırmyndar.

Myndır sıdar.ç.ççşğç

föstudagur, maí 25, 2007

Istanbul ad baki, komin til Cappadochia

Istanbul var mognud upplifun! Komum seint um kvold og vorum mjog oflug i skodun a ollu sem fyrir augu bar. Fyrsta skipti i muslimaborg og magnad ad sja allar moskurnar og heyra baenakollin sem eru mognud upp i hljodkerfum hverrar mosku fyrir sig. Topkapi holl er mjog glaesileg og thar gaf ad lita gull og gersemar, thar a medal fimmta staersta demant i heimi og gaman ad skoda kvennaburid. Vid gistum i 5 min fjarlaegd fra topkapi, hagia Sophia og Blau moskunni = a besta stad og fengum frabaera thjonustu a hotelinu. Thad er reyndar einkennandi fyrir Tyrki ad their eru mjog til thjonustu reidubunir og margir hafa greitt gotu okkar. Afsloppud og lett stemmning i Istanbul i magnadri blondu gamla og nyja timans. Frabaer borg. Eg for m.a. i aldagamalt badhus og fekk hastarlega medferd hja tyrkneskum nuddurum.

Svo forum vid i 12 tima rutuferd hingad til Cappadochia thar sem landslagid er eins og a tunglinu. Her er tolva og eg baeti einhverju vid um thennan stad a naestu dogum.

Vid gistum i helli.

föstudagur, maí 18, 2007

Vinstri græn gráta

Vinstri grænir gráta það nú mjög að ekki hafi gengið upp plottið um stjórn þeirra með Sjálfstæðisflokknum. Ef Samfylkingin hefði hafnað viðræðum við Geir þá sæti Steingrímur á fundi með Geir núna. Ég fagna því að Ekki-Ríkisstjórnin verður ekki að veruleika og bind vonir við að Uppstigningarstjórnin hafi frjálslynda jafnaðarstefnu að leiðarljósi. Samningsstaða Ingibjargar er sterk, með síðbúið bónorð Vinstri grænna og Framsóknar upp á vasann. Samfylkingin getur líklega náð fleiri stefnumálum sínum í gegn með Geir, heldur en að þurfa að eyða tímanum í stilla til friðar milli Framsóknar og Vinstri-grænna.

Framsókn grætur nú að hafa ekki strax á sunnudag gengið úr ríkisstjórninni. Þar voru skiptar skoðanir. Sumir vildu sömu stjórn, aðrir aðra stjórn og sumir enga stjórn. Menn voru reyndar sammála um eitt: Að boð VG um stuðning Framsóknar við minnihlutstjórn væri móðgun. Hversu trúverðugt er það að formaður Framsóknar tali nú um trúnaðarbrest við Geir? Veit hann eitthvað í dag sem hann visii ekki í gær, þegar hann aftók að trúnaðarbrestur hefði orðið? Og maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta út af þessu yfirklóri með kosningablað DV. Ætli blessaðir mennirnir hafi yfirhöfuð lesið þetta blað?

Nú er nóg blaðrað um þessar stjórnarmyndunarviðræður. Búinn að pakka saman hér í vinnunni og við tekur flug á morgun til Frankfurt þar sem horft verður á FA bikarúrslitaleikinn á írskum pöbbb á flugvellinum áður en flogið verður áfram til Istanbúl til fundar við baðhúsin, basarinn og bænahúsin.

Kannski maður hendi inn ferðabloggi ef netið býðst einhvers staðar á leiðinni.

Lifið heil.

fimmtudagur, maí 17, 2007

Uppstigningarstjórn?

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar var lögð til hvílu í dag.
Ingibjörg og Geir sitja á fundi.

Uppstigningarstjórn í spilunum?

Margir sem ég hef talað við eru opnir fyrir því. Þannig stjórn gæti tekist á við metnaðarfull verkefni og fært stjórnmálaumhverfið til nútímans og búið í haginn fyrir framtíðina.

Hlutverk Samfylkingarinnar væri að tryggja hugsjónum jafnaðarmanna brautargengi í slíkri stjórn.

Sjáum hvað setur.

miðvikudagur, maí 16, 2007

Tyrkland

Förinni er heitið til Tyrklands næstu vikurnar. Planið er svona í grófum dráttum, en gæti breyst, til dæmis kemur til greina að fara til Grikklands, ef stemmningin er betri þar.

Fyrsti áfangi: Istanbúl



Annar áfangi: Cappadochia



Þriðji áfangi: Antalya og nærsveitir



Fjórði áfangi Fethiye og nærsveitir



Fimmti áfangi: Selcuk, Efesus og nágrenni

þriðjudagur, maí 15, 2007

Snilld skilar sér alltaf

Ármann skrifaði í gær um finnsku félagana MA Numminen og Pedro Hietanen og þeirra stórkostlega flutning á meistaraverkinu Tractatus Logico Philosophicus, eftir Íslandsvininn Ludwig Wittgenstein, í Norræna húsinu fyrir 13 árum.

Ármann veltir fyrir sér hvort þeir félagar muni eftir þessum tónleikum en það leyfi ég mér að efast um. Ég fékk eiginhandaráritun frá stjörnunum á tónleikaplakatið, en þegar Pedro ætlaði að dagsetja sína, þá gat hann ekki munað hvaða áratugur var.

Þessu plakati er ég nú búinn að týna. Fann þessa snilld félaganna í staðinn:




Ég stenst ekki mátið á að bæta þessu við. Af hverju? Ja, um það sem maður getur ekki talað, verður maður að steinhalda kjafti.

mánudagur, maí 14, 2007

Sigurinn er ljúfur

Það var gaman að sjá Manchester United lyfta bikarnum í gær.

Allir vita hvernig kosningarnar fóru. Allir töpuðu og allir unnu, miðað við skoðanakannanir, miðað við síðustu kosningar, þarsíðustu kosningar og svo framvegis bla bla bla.

Mér leið þó ekki eins og sigurvegara, enda hefði ég viljað koma Gumma á þing og sjá stjórnina falla.

Ég var samt hissa í morgun að sjá fréttir um að líklega myndi stjórnin starfa áfram, þangað til ég mundi eftir leikritinu sem sett var á svið með Vilhjálmi Þ. og Ólafi F. í aðalhlutverkum í fyrra. Er Jón Sigurðsson tekinn við rullu Ólafs F. eða ætlar hann að kýla á áframhaldandi samstarf. Þetta hlýtur að skýrast í dag.

Ætli það sé verið að mynda alvörustjórn bak við tjöldin? Kemur í ljós. Kannski halda þeir bara áfram af gömlum vana. Það er ekki eins og eins manns meirihlutinn velti á Kristni H. Gunnarssyni.

Held samt að Björn Ingi og félagar vilji fara í stjórnarandstöðu til að auðvelda yfirtöku þeirra á flokknum næstu árin. Þetta les ég út úr bloggi Péturs Gunnarssonar, (sem sá ástæðu til að blokkera fyrir komment frá mér á síðuna sína eftir að ég benti á líkindi með neikvæðum auglýsingum Jóa í Bónus gegn BB og XB gegn Steingrími J.). Ég fyrirgef honum þetta enda örugglega mikið stress í gangi í hans herbúðum á þessum tíma, held að Pétur sé engin netlögga.

föstudagur, maí 11, 2007

Feilhögg Jóa í Bónus

Hvað er Jói í Bónus að spá? Birtir auglýsingar alls staðar þar sem hann hvetur sjálfstæðismenn í Reykjavík suður til að kjósa D en strika yfir Björn því hann ætli að skipa Jón HB Snorrason (Sem Jói kallaði svo smekklega Jón hund í bandi Snorrason) ríkissaksóknara. Reyndar hefur árangur Jóns ekki verið upp á marga fiska, en ég held að árangur Jóa í Bónus af þessum auglýsingum verði enn minni.

Hann flaskar á því að þeir sem kjósa flokkinn, þeir kjósa Björn, hvort sem þeir strika yfir hann eða ekki, best að sleppa D bara alveg.

Þetta minnir mig á slæma auglýsingu Framsóknarmanna sem beindist persónulega gegn Steingrími J. á ómálefnalegan hátt.

fimmtudagur, maí 10, 2007

Alltaf til sölu fyrir rétt verð?

Flokkur til sölu. Kostar slatta, en skilar sínu.


Sjálfstæðisfálkinn er tilvalinn til gjafa fyrir einkavini. Hann skiptir litum og galar fagurlega fyrir kosningar.

How Sweet it is to be Loved by You!!



Af hverju sorgarböndin?

Geir vill flæma bankana og útrásarfyrirtækin úr landi

Er ekki ástæða til að rifja upp ummæli Ágústs Guðmundssonar í Bakkavör, á viðskiptaþingi um að aukinn áliðnaður ætti ekki að vera framtíðarsýn Íslendinga, því það spillti fyrir útrásarfyrirtækjunum sem færðu þjóðarbúinu margfalt meiri ávinning.

Þar sagði hann að þótt Íslendingar komist í hóp stærstu álframleiðenda heims og virki alla hagkvæmustu virkjanakosti landsins, verði hagur íslensks samfélags af því aldrei meiri en sem nemur framlagi eins öflugs útrásarfyrirtækis. „Hvaða útflutningsgreinar þola samfellda uppbyggingu stóriðju í nær áratug?“ spurði Ágúst. Afleiðingin gæti orðið sú að útflutningur aukist ekki, heldur færist milli greina. Útflutningsgreinar sem hafi háan virðisauka og byggja á þekkingu og hugviti fari burt.

Svo má líka minna á þau ummæli Bjarna Ármannssonar um að rétt sé að afnema launaleynd.

miðvikudagur, maí 09, 2007

Sömu sauðirnir áfram?



Samkvæmt könnuninni sem birtist í dag þá stendur stjórnin áfram, reyndar veikum fótum. Ég trúi ekki öðru en að boðberum breytinga vaxi ásmegin á lokadögunum fyrir kosningar. Það væri nefnilega agalegt, svo ekki sé meira sagt, ef allt góða fólkið í Íslandshreyfingunni myndi tryggja sömu stjórn áfram, eins og kannanir gefa til kynna í augnablikinu. Myndin er stílfærð bókarkápa bókarinnar "The Myth of the rational voter, Why Democracies Choose Bad Policies", sem á vel við kannanir dagsins.

þriðjudagur, maí 08, 2007

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir minnst

Af dularfullum ástæðum auglýsti dómsmálaráðuneytið embætti aðstoðarríkislögreglustjóra, næstæðstu stöðu lögreglunnar í landinu, laust til umsóknar í vefútgáfu Lögbirtingablaðsins 20.apríl og hvergi annars staðar. Umsóknarfrestur rann út 4. maí, síðastliðinn föstudag en þann dag birtist auglýsingin í prentuðu útgáfu blaðsins.

„Framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna segir það furðu sæta að fleiri hafi ekki sótt um og telur að slíkar auglýsingar eigi að birta sem víðast.“

Til hvers að auglýsa í Mogganum þegar þú ert búinn að ákveða fyrirfram hver fær hnossið? Ætli það verði ráðið í stöðuna fyrir kosningar?

mánudagur, maí 07, 2007

Góð upprifjun fyrir kosningar

Auglýsingar virka

Það er greinilegt að kosningaauglýsingar Samfylkingarinnar falla í góðan jarðveg. Fylgið sveiflast ekki aðeins upp á við heldur hefur heilbrigðisráðherra orðið fyrir áhrifum af Karíus og Baktus auglýsingunni og skrifað undir bráðabirgðasamning við tannlækna eftir áralanga bið.

Hver segir að auglýsingar virki ekki?

sunnudagur, maí 06, 2007

Tveir meistarar



Sunderland unnu í fyrstu deild undir stjórn Keane. Allt stefnir í að hann verði arftaki Fergusonar, og væri ég sáttur við það. Ég þakka Arsenal fyrir vel unnin störf í dag og hlakka til að sjá Chelsea menn mynda heiðursvörð þegar Utd. gengur inn á Stamford Bridge á miðvikudaginn. Gaman að þessu. Tökum bikarinn líka!

Samfylkingin í sveiflu upp á við og ef vel gengur í síðustu vikunni þá gæti Gummi skolast inn á þing, þar sem hann á heima. Það væri áhugavert að sjá fjölmiðla gera ekki bara grein fyrir kostnaði við auglýsingar, heldur líka kostnað við hringingar og beina markaðssetningu, eins og 40% flokkurinn stundar af alefli. Hvað ætli það sé stór úthringisveit í Valhöll. Það væri áhugavert að frétta það.

föstudagur, maí 04, 2007

Umræða um spillingu áfram - ekkert stopp

Maður hefði haldið að umhverfisráðherra myndi vilja leyfa umræðunni um forgangsmeðferð tengdadótturinnar deyja eftir fínt viðtalsútspil í Íslandi í dag (sem ég sé að sumir kalla Framsókn í dag). En í staðinn þá kærir hún Kastljósið og framlengir þannig í málinu. Í öðrum löndum væri hún liklega bara búin að segja af sér . Gauti hefur orðið:

Ég sá í fréttum meira um Jónínumálið. Stúlkan sem sótti um ríkisborgarrétt fékk hann á 10 dögum -- frá því umsókn var lögð til dómsmálaráðuneytis þangað til Alþingi Íslendinga samþykkti sérstök lög til að hún fengi ríkissfang. Meðalafgreiðslutími umsókna um ríkisborgararétt er 5 til 12 mánuðir. Og ég geri ráð fyrir að sá tími eigi við um afgreiðslu dómsmálaráðuneytisins, ekki afgreiðslu sérlaga frá Alþingi.

Sjá hér

Mér var hugsað til málsins sem var til þess að David Blunkett sagði af sér fyrir rúmum tveimur árum í Bretlandi sem innanríkisráðherra sem lesa má hér.

Málavextir voru þessir: Barnfóstra kærustu hans sótti um framlengingu á landvistarleyfi. Hún fékk þessa framlengingu eftir 52 daga, the það er 120 dögum hraðar en að meðaltali í UK. Þetta mál er ekki sambærilegt við hið íslenska að því leitinu til að hér var eingöngu um atvinnu- og dvalarleyfi að ræða, ekki ríkisborgararétt. Eins tók afgreiðslan mun lengri tíma í Bretlandi en heima. Þá þurftir ekki sérstakrar lagasetningar við í Bretlandi til að samþykkja dvalarleyfið, en eins og kunnugt er samþykkti Alþingi sérstök lög til að útvega stúlkunni ríkisborgararétt.

Davið Blunkett þurfti að segja af sér fyrir að "grunsemdir" hafi vaknað. Þegar David Blunkett sagði af sér sagði hann þetta:

"Any perception of this application being speeded up requires me to take responsibility. That is why with enormous regret I have tendered my resignation to the prime minister today."

fimmtudagur, maí 03, 2007

Styttist í Eurovision



Var þetta ekki síðast eða var það þarsíðast? Hvort heldur sem er, þá er þetta betra en hinn villti Valentínus okkar Íslendinga.

Gamla fólkið - Sorglegar sögur Sigurjóns

Sigurjón M. Egilsson, sme, segir okkur söguna af hjónunum Helgu Þórðardóttur og Gunnari Jónssyni. Þetta er einhver sorglegasta lesning síðari tíma og ætti að vera okkur áminning um tækifærið sem við höfum núna 12. maí til að breyta því hvernig þessu blessaða landi okkar er stjórnað.

Sigurjón hefur orðið:
Hjónin Helga Þórðardóttir og Gunnar Jónsson eru á níræðis- og tíræðisaldri. Þau hafa verið gift í 65 ár og búið saman á Selfossi alla tíð.

„Þegar hann (Gunnar) veiktist var um nokkra kosti að ræða, ég (Helga) neitaði Kirkjubæjarklaustri vegna þess að það var allt of langt í burtu fyrir okkur. Ég sætti mig hins vegar við að hann fari á Ljósheima (Selfossi), Kumbaravog (Ölfus) eða Ás (Hveragerði). Einn góðan veðurdag frétti ég það að hann væri á leiðinni austur á Kirkjubæjarklaustur án þess að við fjölskyldan hans vissum af því. Við höfðum gefið samþykki fyrir því að hann færi þangað í stuttan tíma, en við vissum ekki hvenær hann myndi fara. Síðan frétti ég það utan úr bæ að hann hafi verið sendur austur, án þess að ég gæti einu sinni kvatt hann. Þetta sagði Helga Þórðardóttir um örlög mannsins hennar, Gunnars Jónssonar, en hann er heilabilaður. Helga þarf að fara 400 kílómetra leið til að heimsækja manninn sinn. Þetta er afleidd staða þessara öldruðu hjóna og engum til sóma, heldur öllum til háborinnar skammar. Hverslags samfélag höfum við búið til?

Frambjóðendur til Alþingis, hafið hugfast að aðskilnaðurinn tekur mjög á hjónin og segir Helga að Gunnar kalli nafn hennar dag og nótt. Í hvert skipti sem hún hefur heimsótt hann á Kirkjubæjarklaustur hefur hann haldið að hún sé komin til að sækja hann. En svo er ekki og ábyrgðin á hlutskiptum þeirra hjóna liggur ekki hjá þeim, hún liggur hjá þingmönnum og ráðherrum. Með alveg sama hætti og vandi þeirra fjölskyldna sem eru ofursettar úrræðaleysi á barna- og unglingageðdeildinni.

miðvikudagur, maí 02, 2007

Tilkynning frá ríkisstjórninni...



Eða þannig. Það lítur út fyrir að ef annar þeirra sé kosinn, þá fylgi hinn frítt með.