föstudagur, október 29, 2004

Refsing olíufélaganna

Loksins er olíufélagasamráðið afgreitt frá Samkeppnisstofnun - eða var það Samkeppnisráð? Olíufélögunum er gert að greiða um 2,6 milljarða króna í ríkissjóð. Finnst mönnum það ekkert pínulítið skrýtið? Við vitum að af hverjum seldum bensínlítra fer stærstur hluti til ríkisins. Og staðreyndin er sú að stóran hluta þess tíma sem samráðið stóð lagði ríkið skatta sína hlutfallslega á bensín, þannig að eftir því sem verð á bensíni hækkaði, þeim mun meira fékk ríkið í sinn hlut. Flókið? Einfaldasta leiðin til að lýsa þessu er að segja að ríkið hagnaðist á bensínhækkunum, meðan bíleigendur töpuðu. Ef ávinningur olíufélaganna af þessu er talinn hálfur sjöundi milljarður; hver var þá ávinningur ríkisins?

Finnst engum nema mér vera rosaleg mótsögn í því að félögin þurfi í þessu máli að borga ríkinu, sem er greinilega samsekt, stórfelldar bætur? Ríkið er ekki fórnarlambið í þessu máli.

Tvær leiðir sem mér kemur í hug í fljótu bragði. Nota þessa peninga til að niðurgreiða bensín til þeirra sem það kaupa eða senda landsmönnum öllum, eða þeim sem áttu bíl á umræddu tímabili ávísun með eingreiðslu og þar með væri málið látið niður falla.

Sókrates snýr aftur

Hver man ekki eftir brasílísku goðsögnunum Zico og Socrates sem gerðu garðinn frægan fyrir allt of löngu síðan. Ég veit ekki hvað Zico er að gera núna en Socrates (50) hefur ákveðið að draga fram skóna á ný og leika með enska utandeildarliðinu Garforth Town. Ég hef aldrei átt neitt uppáhalds utandeildarlið í enska boltanum þannig að ætli ég haldi ekki bara með Garforth Town. Svei mér þá. Go Garforth! Þess má geta að þeir sem héldu að Socrates yrði eini frægi leikmaður Garthfort hafa rangt fyrir sér. Markamaskína Garforth heitir Lee Sharpe.

fimmtudagur, október 28, 2004

Tunglmyrkvi

Ég vakti extra lengi í nótt til að geta horft á tunglmyrkvann. Hann var lengi að byrja og ég stytti mér stundir við að lesa frábæra skáldsögu, The Time Traveller's Wife, sem Brad og Jennifer Aniston hafa nú keypt kvikmyndaréttinn á. Æts. Get lofað ykkur að bókin er betri en myndin verður (sorrí Ásta...). Skemmst er frá því að segja að þessi tunglmyrkvi olli mér vonbrigðum. Hafði vonast eftir meira fjöri, miðað við hæpið í kringum þetta. Vonlaus tími líka, komonn, um miðja nótt!!! Þegar ég sofnaði var bara smá skuggi farinn að færast yfir fylgihnöttinn okkar þannig að ég ákvað að vakna bara aftur 2 tímum síðar. Það var misráðið því þá var myrkvinn í hámarki og þar af leiðandi ekkert að sjá! Fór ég því aftur að sofa. Tunglmyrkvinn 28. október 2004, tvær og hálf stjarna.

miðvikudagur, október 27, 2004

I vinahópi Morgunblaðsins

Turkmenbashi er maður sem er í miklu uppáhaldi hjá Morgunblaðinu og má oft lesa kúnstugar fréttir af honum sem eru settar fram eins og hvert annað léttmeti. Efast þó um að íbúum Túrkemnistan finnist þetta jafn fyndið enda eru mannréttindi þar í algjörum molum. Í dag er þjóðhátíðardagur Túrkemnistan þannig að hver veit nema Mogginn verði með eitthvað rosalega fyndið á morgun?



Súpumaðurinn


Ódýr brandari, segi hann samt
Originally uploaded by Adler.




þriðjudagur, október 26, 2004

Dómari - það er flug á súpunni minni

Gaman að sjá hvað Arsenal eru afspyrnu pirraðir eftir tapið mikla á sunnudaginn. Þeir fá ekki háa skapgerðareinkunn fyrir þau fullorðinslegu viðbrögð að sulla súpu yfir Ferguson. (Gott gisk hjá Kjarra að súpukastarinn hafi verið Campell.) Týpískt líka að kenna dómaranum um. Ekki var Wenger ósáttur við dómarann þegar Arsenal svindlaði sér inn víti á lokamínútunum gegn Portsmouth, einu marki undir á sínum tíma. án þess óverðskuldaða vítis væri enginn að tala um "unbeaten run". Týpískt Wenger. Ú á Arsenal.

mánudagur, október 25, 2004

Doðrantur Doðrantsson að baki

Í gær lauk ég við lestur hinnar herðabreiðu bókar Neal Stephenson, The Confusion, annað bindi í The Baroque Cycle. Bókin hefur á mínu heimili gengið undir nafninu Doðrantur Doðrantsson, en hún er framhald bókarinnar Quicksilver, sem áður var getið á röflinu. Gaman að lesa um heimsreisur sjóræningja í árdaga 18. aldar. Þriðja og síðasta bókin lofar góðu og þykir best. Eini gallinn við hana þykir sá að þurfa að pæla sig í gegnum þessar tvær fyrri: Doðrant og Doðrant Doðrantsson.



Highbury, London


/Users/orn/Desktop/anger
Originally uploaded by Adler.



Sweet - but not pretty

Í dag er fallegur, svalur og dásamlegur dagur fyrir fylgismenn Manchester United. Fyrir Arsenalinga er bara ógeðslega kalt. Úrslitin í gær voru auðvitað langþráð snilld, þótt leikurinn hafi ekki verið það. Varðandi vítin þá má segja að við höfum fengið eitt víti á verði tveggja, en það sem skipti etv. meira máli, þegar upp er staðið, var að Ferdinand keyrði niður Svíann Ljungberg um miðbik fyrri hálfleiks og ekkert dæmt. Einnig var Ruud heppinn að sleppa eftir að stappa á Cole. (Flott setning!) En ef Arsenal ætlar að væla yfir dómaramistökum, þá má benda á það að þrátt fyrir flottan fótbolta hefðu þeir aldrei komist ósigraðir í gegnum 49 leiki án hjálpar ýmissa dómara.

Airwaves á Nasa á laugardagskvöldið: Ampop (***), Ske (****), Mugison (*****), Unsound (*, ágætt en langdregið), Quarashi (*****), Bravery (***, hommaútgáfa af Strokes).

Horfði á Sunnudagsþáttinn í fyrsta skipti og var sæmilega ánægður. Gummi virkaði ferskur eftir fínan performans á Airwaves. Ég mundi þó vilja sjá að Gummi og Óli Teitur leggðu meiri vinnu í þessi innslög sem þeir eru með, heldur hrá, og þeir félagar mættu nýta möguleika sjónvarpsmiðilsins betur! Þeir eiga eftir að sjóast í þessu.

föstudagur, október 22, 2004

Glöggt var gests augað

Í miðju Airwaves ruglinu er brilljant lesning sem Dr. Gunni póstar í dag. Ítarlega úttekt á fyrstu heimsókn hljómsveitarinnar The Fall til Íslands í byrjun 9. áratugarins. Fyndið að lesa um hvað ástandið á íslenska tónleikamarkaðnum var dauflegt þegar þeir komu hingað fyrst. Enginn bjór, ekkert sjónvarp á fimmtudögum og fleira skemmtilegt. Það verður fróðlegt að sjá þetta band í Austurbæ!



fimmtudagur, október 21, 2004

Íþróttafréttir Pepsi

Ekki það að ég sé alltaf að skoða Pepsi.is en hér er mjög skemmtilega orðuð fyrirsögn úr íþróttafréttum Pepsi:

Pepsi segir Mutu upp vegna kókneyslu


Árás á Röflið?

Bloggaði ekkert í gær því þá ætlaði ég að fjalla um leikina í Meistaradeildinni frá deginum áður, þriðjudegi. Skemmst er frá því að segja að ég horfði á tvo markalausa leiki í röð og slæmu fréttirnar voru þær að Liverpool virtust frekar betri en Man. Utd. þótt slík fullyrðing sé auðvitað helgispjöll, fullkomið contradiction in terms og hvorki stafanna né lestursins virði.

Að vísu verður maður að passa sig á hvað maður segir, hver veit nema einhverjir sterabólgubavíanar ráðist inn á höfuðstöðvar Röflsins og leiti að ritstjóranum með illt í huga. En slíkt er auðvitað óhugsandi í lýðræðisþjóðfélagi. Ef fjölmiðlar, eins og sá sem þú ert að lesa, eru fjórða valdið þá mundi slík innrás á svæði starfsfólks fjölmiðils jafngilda því að einhverjir hatursmenn Jóns Steinars mundu ráðast inn í hæstarétt, úrillir öryrkjar reyndu að aka niður Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra eða æfir stuðningsmenn Ólafs Ragnars tækju Halldór Blöndal hálstaki og hrintu honum í gólf alþingissalarins. Mundu slík atvik ekki kalla á það að þjóðin horfist í augu við sjálfa sig og spyrði: Hvert í fjandanum erum við komin?

Auðvitað er ég að tala um innrásina í DV. Þessari árás er augljóslega ætlað að hræða blaðið frá því að fjalla um ákveðin málefni, til að draga huluna aftur yfir þau skuggalegu verk sem blaðamenn DV hafa dregið fram í dagsljósið að undanförnu. Jafn skammarleg og þessi innrás er þá minnir hún mig samt á árásirnar sem dundu á Fréttablaðinu fyrir nokkrum misserum, árásum sem blaðið svaraði á þann eina hátt sem skiptir máli, með því að halda sínu striki og vera síbatnandi bleðill. Ég vona að DV haldi sínu striki, þetta hefur alla möguleika til að verða gott, og nauðsynlegt, blað, ef þeim tekst að slípa af helstu agnúana.

þriðjudagur, október 19, 2004

Forsetakosningarnar

Sáum í gær myndina Bush's Brain. Ef George Bush er strengjabrúða þá er Karl Rove brúðumeistarinn. Virðist eiga heimsmet í dörtí-kampein-trixum. Plantaði hlerunartæki inni hjá sjálfum sér til að koma höggi á keppinaut. Komst í náðina hjá Bush fjölskyldunni og síðan hefur vegur hans farið vaxandi og siðferðinu hnignandi. Nú eru réttar 2 vikur í forsetakosningar og leiða menn líkum að því að fram á kjördag muni skítabragð af forsetaleðjuslagnum enn aukast. Ég er nú ekkert sérstaklega hrifinn af þessum lúmsku árásum á Dick Cheney út af lesbískri dóttur hans. En hvaða skítatromp eiga repúblíkanarnir uppi í erminni? Munu þeir hamra á lágum skattgreiðslum Theresu Heinz Kerry? Kemur eitthvað meira út úr þessu Víetnam-rugli? Eða bara meira svona?

Verkfall, sími, árshátíð

Ætli sveitarfélögin séu ekki búin að spara nóg, eftir 5 vikna verkfall, til að geta boðið kennurum eitthvað nýtt og betra?

Vinn við að koma afa mínum upp á lagið með að nota Skype til að hringja ókeypis milli tölva. Næst mun ég athuga með honum hvort hann geti hring í landlínusíma í útlöndum á verði innanbæjarsímtals. Kári bróðir hefur gert þetta með ágætum árangri eftir því sem ég best veit.

Árshátíðir í útlöndum eru ákveðinn flottheit sem tíðkast í mörgum fyrirtækjum. Ég var skeptískur á hugmyndir um að fara til útlanda, en mér sýnist nú að verðið sé nokkuð vel samkeppnishæft við árshátíðir innanlands, sérstaklega ef miði á árshátíð hér heima kostar 7.000 kall á mann, 14.000 á par, án borðvíns. Flug og gisting er auðvitað töluvert dýrarar en margfalt töluvert eftirminnilegra.

mánudagur, október 18, 2004

Óskum Ester til hamingju með Frakkastiginn


iPhotoiPhoto-mailtmp-4
Originally uploaded by Adler.

DJ Ötzy rokkar feitt í innflutningspartíum.

Fin helgi farin

Jámm. Laugardagskvöldið var athyglisvert. Fór bæði í út-gáfupartý og inn-flutningspartí. Út er komin hin stórgóða plata "Feelings Are Great" með súpergrúppunni SKE. Margar fínar lagasmíðar þar á ferðinni. Helsti gallinn við plötuna er að bakraddasöng hefur farið töluvert aftur frá hinni mögnuðu "Life, Death, Happiness and Stuff" þar sem smellurinn "T-Rex" tróndi yfir önnur lög. Partíið var skemmtilegt, ekki síst þegar rifjað var upp myndlistarverk nokkuð, sem listaparið Óli og Libia bjugu til með því að setja allan sinn líkamlega úrgang í 25 lítra glerkút og stilla honum síðan upp í glugga Kirkjuhússins við Laugaveg á einhverri listahátíðinni eitt sumarið. Sólin skein í heiði og hófst gerjun í tankinum sem lauk með því að kúturinn hvellsprakk og dreifðist innihaldið um Kirkjuhúsið. Þurfti menn í geimbúningum til að þrífa þetta upp. Biskupinn sagði svo í viðtali að fjarlægja hefði þurft verkið vegna þess að sprunga hefði myndast í glerið. Sannleikurinn mun gera yður frjálsa.

Fórum á sýninguna Grafísk hönnun á íslandi í Hafnarhúsinu. Ágæt sýning og gaman að sjá fjölbreytnina í faginu. Helst finn ég að þessari sýningu að þótt hún sé ákaflega áferðarfalleg, þá finnst mér vanta meiri leik í þetta og hefði jafnvel mátt taka meiri áhættu í uppstillingu og innsetningu, til að auka á áhrifamátt og upplifun - og til að endurspegla það hvernig hönnun er óaðskiljanleg frá daglegu lífi, en ekki eitthvað sem maður rammar inn og setur upp á vegg. Hönnun er aldrei til í neinu tómarúmi. En farið samt á þessa sýningu. Þar eru verk eftir mikið af Góðu fólki.

föstudagur, október 15, 2004

Litir og lykt

Allir muna eftir Crayola vaxlitunum. Samkvæmt athugun sem gerð var við Yale háskóla þá er lyktin af þeim 18. þekktasta lyktin í Brandararíkjunum. Allt til ársins 1962 var til Crayola litur sem hét húðlitur "flesh". Sá litur heitir nú "peach". Árið 1990 settist yfirhönnuður Crayola í helgan stein eftir 37 ára starf og játaði þá fyrst að hann væri litblindur.

Annars bara allt fínt. Hvenær ætli Franz Ferdinand komi eiginlega? Ég var búinn að búa mig undir það að bíða í biðröð dögum saman. Mogginn spyr hvort Ólafur Noregskonungur hafi verið rangfeðraður. Ég treysti mér nú bara ekki til að svara þessari spurningu.

fimmtudagur, október 14, 2004

Leikurinn

Fór með KGB á landsleikinn í gær, fengum ágætis sæti, við hlið þeirra heiðursbræðra Kristjáns og Janusar. Fyrir þá sem treysta á þessa síðu fyrir nýjustu fréttir þá er skemmt frá því að segja að Íslendingar sigruðu - seinni hálfleik 1:0. Helst bar það til tíðinda að grasið á Laugardalsvelli var ákaflega grænt og fagurt miðað við árstíma og stemmningin í "the cheaper seats" virtist fín, séð úr boðsmiðastúkunni. Nokkrir þeir frægustu á leiknum: Einar Kárason, gítarleikarinn í Vinyl og Sveinn Helgason, fréttamaðurinn knái á Útvarpinu. Sem sagt allt í besta lagi í Laugardalnum.

þriðjudagur, október 12, 2004

Danmörk

Jú þessi ferð var skemmtileg. Gaman að sjá Orra litla og knúsa hann og fjölskylduna alla. Skemmtileg upplifun. Líka frábært að heimsækja Tobba og Evu og upplifa Køben. Upp var að koma sú hugmynd að Gott fólk haldi árshátíð í Kaupmannahöfn. Ég ætla að hugsa um það meðan ég tek upp úr töskunum á eftir.

mánudagur, október 11, 2004

Danmörk


Picture 2
Originally uploaded by Adler.

Kominn heim

mánudagur, október 04, 2004

Enginn heima á laugardögum?

Reikna með því að íbúar á Lokastíg hafi tekið virkan þátt í Göngum til góðs, því það var svo gott sem enginn heima þar til að láta okkur Ástu fá pening á laugardaginn. Komum þó með mjög þungan bauk til baka því frú nokkur tæmdi hálft annað kíló af krónum í hann. Ætli það séu ekki sirka 400 krónur. En það var mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu.

Næsta mál: Danmörk. Nú er ekki nema rétt rúmur sólarhringur þangað til við sjáum Orra - og hann okkur. Alveg er ég viss um að hann iðar af tilhlökkun að hitta uppáhaldsfrænda sinn í fyrsta skipti. Svo er búið að opna gríðarlega Apple búð í Köben sem verður heimsótt. Við bindum miklar vonir við Kulturnat í Köben á föstudaginn, en það er fyrirmyndin að Menningarnótt Reykvíkinga, en er meira svona menningarkvöld held ég.

föstudagur, október 01, 2004

BókIN. Með stóru B og ákveðnum greini

Þetta er jólabókin í ár. Og næsta ár. Og svo framvegis. Húrrandi snilld held ég.

Debatt

Ef einhver vann kappræðurnar í gær þá var það Kerry. Held að alllir sem voru að horfa hljóti að sjá í gegnum þennan þunna runnakall, Bush, og vilji fá eitthvað betra. Annars veit maður aldrei. Það þyrfti að setja einhverja peninga og finna gott fólk(!) til að rannsaka þetta ameríska furðufyrirbæri sem kallast repúblíkanar. Reyndar eru demókratarnar lítið skárri. Gleymum því ekki. En allt er betra en þessi galtómi göltur Bush.