Atonement
Gleymdi að minnast á það um daginn að ég lauk við lestur á bókinni Atonement (Yfirbót?) eftir McEwan. Allsber snilld sem sú bók er. Kannski ekki fyrir spennufíkla, og þó? Hún er býsna spennandi á köflum, ekki bara þegar breskir hermenn eru að reyna að flýja Frakkland í síðari heimstyrjöldinni heldur einnig innansálarátök persónanna, sem eru laðaðar fram á síður bókarinnar af næmum meistarahöndum. Frábær bók, fimm og hálf stjarna.