mánudagur, júlí 31, 2006

Alþjóðastjórnmál

Sem ég geng framhjá kínverska sendiráðinu í morgun verður mér hugsað til Jack Bauer.

föstudagur, júlí 28, 2006

Bitlaus samviska Sjálfstæðisflokksins

Einu sinni kallaði Davíð Oddsson SUS samvisku sjálfstæðisflokksins. Maður hefði haldið að þessa dagana væri það meira en fullt starf fyrir samviskuna að bíta flokkinn, en nei. Í stað þess að gagnrýna flokkinn fyrir útþenslu, stefnuleysi og sjálfvirka útþenslu í heilbrigðismálum, 11% aukningu á skattheimtu almennings, óðaverðbólgu og ofurvexti þá telja hinir ágætu sus-arar tíma sínum best varið með því að hindra aðgang almennings að álagningarskrám. Sitja þar nú sem fastast með möppurnar í krumlunum. Nú vill svo til að lög kveða á um aðgang fólks að skránum, að þær skuli lagðar fram. Ég er sammála SUS um að það sé í meira lagi einkennileg lög, en þvílík sóun er þetta á tíma og mannskap hjá samtökum sem telja sig eiga eitthvað alvöru erindi. Slöpp samviska.

Bitlaus samviska Sjálfstæðisflokksins

Einu sinni kallaði Davíð Oddsson SUS samvisku sjálfstæðisflokksins. Maður hefði haldið að þessa dagana væri það meira en fullt starf fyrir samviskuna að bíta flokkinn, en nei. Í stað þess að gagnrýna flokkinn fyrir útþenslu, stefnuleysi og sjálfvirka útþenslu í heilbrigðismálum, 11% aukningu á skattheimtu almennings, óðaverðbólgu og ofurvexti þá telja hinir ágætu sus-arar tíma sínum best varið með því að hindra aðgang almennings að álagningarskrám. Sitja þar nú sem fastast með möppurnar í krumlunum. Nú vill svo til að lög kveða á um aðgang fólks að skránum, að þær skuli lagðar fram. Ég er sammála SUS um að það sé í meira lagi einkennileg lög, en þvílík sóun er þetta á tíma og mannskap hjá samtökum sem telja sig eiga eitthvað alvöru erindi. Slöpp samviska.

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Myndir

Af alkunnri góðmennsku og víðsýni hefur Styrmir Gunnarsson fallist á að halda utan um myndasafn úr Spánarferðinni. Vakin skal athygli á því að hægt er að kaupa myndir úr seríunni og fá þær fallega innrammaðar gegn vægu gjaldi. Hægt er að velja um tvenns konar ramma, kringlóttan ramma úr selabeini eða sexhyrndan stálramma sem skreyttur er með sæhestahauskúpum.


Hver vill ekki eiga fallega mynd af mér að slaka á í útlöndum?

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Look around you

Þetta er eitt það fyndnasta í dag.

Horfðu á þættina hér.

Tilvonandi Íslandsvinir?

Úr iðrum tónleikahalds í landinu heyrist að hið eitursvala Go! Team komi á Iceland Airwaves. I'll be there. Man að ég bloggaði eitthvað um The Go! Team í árdaga þessa bloggs. Ákafir lesendur geta eflaust grafið þá færslu upp.

Scritti Politti

Hvort sem þíð trúið því eða ekki, þá er ég að hlusta núna á nýju plötuna með Scritti Politti. Hún er fjandi góð. Spurning um að endurmeta allan feril þessarar 80's hljómsveitar með skrýtna nafnið.

mánudagur, júlí 24, 2006

Mávar


Nú hata allir mávana. Þó eru þetta stórbrotnar skepnur sem kunna að bjarga sér. Hér er mynd sem ég tók á Gíbraltarkletti.

Að mikla fyrir sér

Er það leti? Doði? Ómennska? Hvað veldur því að fólk byggir sér eldhúsinnréttingu og hendir öllu draslinu skipulagslaust inn í hana og býr við það í meira en hálft ár?

Sunnudagurinn fór í það að bæta úr þessu. Er það vel. Nú er allt á sínum stað. Fullt af ónauðsynlegum, ljótum, gagnslausum og apakattarlegum hlutum fóru í tunnuna, eitthvað fer upp á loft og annað annað. Voru þetta mistök? Hefðum við til dæmis átt að sýna smá þolinmæði og snilli og bjóða draslið upp á Ebay? Kannski allt í heilu lagi. '65 kilos of useless and ugly kitchen stuff from Reynimelur Reykjavik, Iceland.' Bidding starts at $2,5!

Hver veit. Sagan mun dæma okkur.

Nú er að hefjast loka-undirbúningur fyrir óvænta og smekklausa uppákomu í lok vikunnar. Þeir sem vilja vera með geta sent mér póst.

Í lokin er rétta að geta þess að villtur lax er betri en eldislax. Þess vegna er hann líka miklu miklu dýrari.

föstudagur, júlí 21, 2006

Fyrirmyndin að Okruveitu-auglýsingunni?

Bara miklu betri.

http://www.stockholmthemusical.com/

Nautið sígur í

Nett þungur á mér eftir mikið nautakjötsát í sumarbústað undanfarna daga í boði ritara stjórnar eignarhaldsfélagsins Klettslundar ehf. Skrýtið þetta veður, maður er einhvern gripinn með allt niðrum sig, því manni finnst maður eiga að vera gera eitthvað ógleymanlegt þegar gula kringlótta viðrinið lætur sjá sig á himninum.

Hmmm. Horfðu á þetta meðan þú hugsar málið.


þriðjudagur, júlí 18, 2006

Verður Ísland stærsta gosdósaverksmiðja heims?

Því hefur lengi verið logið að fólki að álið sem brætt er á Íslandi sé notað í flugvélar og jafnvel gengið svo langt að segja að ef þú sért á móti fleiri álbræðslum þá sé siðferðilega rangt hjá þér að fljúga til útlanda. Álið sé því hrikalega mikilvæg framleiðsla fyrir heimsvæðinguna og ferðamennsku milli landa. Mbl.is greinir þó loksins núna frá því í neðanmálsgrein í dag að flugvélaframleiðendur séu nú óðar að hætta að nota ál í flugvélar, það sé ekki nógu sterkt og of þungt. Það sé þó allt í lagi því álframleiðendur Íslands selji ekki eitt einasta gramm til flugvélaframleiðenda.

„Áhrifin á áliðnaðinn séu hins vegar lítil þar sem flugvélaframleiðsla skýri ekki nema lítinn hluta álframleiðslu í heiminum. Álframleiðendur á Íslandi framleiða ekkert fyrir flugvélaiðnaðinn svo áhrifin á íslenskan markað yrðu hverfandi.“

Stimpilgjald

Nú erum við búin að borga af húsnæðislánunum í eitt ár. Við erum ekki ennþá búin að ná upp í stimpilgjaldið og lántökugjaldið. Geir H. Haarde heldur því fram að stimpilgjaldið sé skattur sem sé aðeins borgaður einu sinni. Það er rétt frá honum séð, stimpilgjaldið skilar sér til hans, en það er rangt frá sjónarhóli skattgreiðandans, því flestir eru 40 ár að borga stimpilgjaldið (1% af láninu) með vöxtum og verðbótum. Þegar þetta er skoðað, frá sjónarhóli okkar sem borgum þennan skatt, þá sést hversu fáránlega ósanngjarnt þetta er og vont fyrir þá sem eru að kaupa sér sína fyrstu íbúð.

Firring unga fólksins

Það er engu logið um nýjar íslenskar kartöflur, þær eru alveg svakalega góðar, sérstaklega ef þær ná að koma upp í munn sama dag og þær koma upp úr jörðinni, skiluru. Fékk nýuppteknar kartöflur tvisvar í gær, enda tengist það mínu starfi að halda kostum íslenska grænmetisins á lofti, svo það komi skýrt fram. Fyrst í hádeginu á Þremur frökkum og svo um kvöldið heima þar sem ég reiddi fram soðna ýsu og kartöflur í fyrsta skipti á ferlinum. Firring?

Hitti nágranna minn sem sagðist hafa keypt nýuppteknar kartöflur í gær. Sagðist hafa keypt 350 grömm á rúmlega 1.500 krónur kílóið. Firring? Mér blöskraði, enda sá ég að Bónus seldi jarðeplin á 199 kr. kílóið. Í ljós kom að granninn hafði keypt eitt og hálft kíló á 350 kr. kílóið en ekki öfugt. Firring?

Að finnast kartöflur eitthvað til að gera veður út af? Firring.

mánudagur, júlí 17, 2006

Eiland

Fórum á sýninguna Eiland um helgina. Mjög flott sýning og gaman að koma út í Gróttu í svona listrænu samhengi. Krían og listamennirnir fara hamförum. Ég var hrifinn af verkunum hans Halla Jóns og Kela kalda. Svo er ofan af vitanum algjörlega einstakt útsýni til allra átta. Vitinn er, eins og flestir vita, yst á því langa og mjóa nesi sem Reykjavík stendur á og því er borgin einkennilega lítil partur af því panorama sem býðst uppi á þessu skemmtilega mannvirki.

Aðsendar greinar í Morgunblaðinu í dag

Einkennilegt safn af greinum í Mogganum í dag.
Blanda af augljósum sannindum og svo einkennilegum öfugmælum Dæmi:
"Davíð fór með fleipur" eftir Hrein Loftsson. Nokkuð síðbúin varnargrein um verð á vínberjum fyrir bolludagssprengjuna árið 2003.
"Guðni fór með rangt mál" eftir Þorgrím Gestsson og Margréti Sverrisdóttur um eitthvað sem hæstvirtur landbúnaðarráðherra sagði um Ríkisútvarpið
"Áfengisneysla ungmenna er að fyrirmynd fullorðinna" eftir Aðalstein Gunnarsson. Hmmmm.
Öfugmæli dagsins eru:"Heilbrigðir geðsjúklingar" eftir Elínu Ebbu Ásmundsdóttur og 'Framsóknarflokkurinn er náttúruverndarflokkur" eftir Jón Einarsson lögfræðing.

laugardagur, júlí 15, 2006

Skuggi vindsins

Er í miðjum klíðum við að lesa bókina Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. Vildi aðeins staldra við til að segja ykkur frá því að þessi bók er hreint snilldarverk. Ákaflega spennandi leit ungs drengs, Daniels, að upplýsingum um höfund óvenjulega sjaldgæfrar bókar sem kemur upp í hendurnar á honum. Bókin gerist í Barcelona undir lok fyrri hluta síðustu aldar í skugga spænsku borgarastyrjaldarinnar og litríkar persónur hjálpa Daniel þrátt gegnum ýmsa ógn og vofveiflega atburði. Vel skrifuð og skemmtileg þýðing Tómasar R. Einarssonar.

Það er í raun fáránlega stutt síðan Spánn var undir Franco. 1975. As a matter of fact, þá sáum við litlar styttur af Franco til sölu í leikfangabúð í nautabanasveitaþorpinu Ronda í Andalúsíu í vor. Vorum eina nótt í Ronda, gistum á fáránlega fínu hóteli sem var með lítinn bíósal þar sem við sátum tvö og horfðum á The Third Man með Orson Welles um kvöldið.

Semsagt: „Ertu á leið í fríið? Taktu Skugga vindsins með. Bókabúðin, Kópavogi“.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Sufjan Stevens

Skáldið á leið til landsins. Happafengur. Mun sitja um miða eins og gráðug grameðla.

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Hvernig var Reykjavík fyrir 1.100 árum

Sá um daginn sýninguna 871 +/-2 sem er í kjallara nýja hótelsins, gegnt Fógetagarðinum (sem mér til mikillar furðu er ekki kenndur við Skúla Magnússon). Á sýningunni gefur að líta varðveittar rústir skála sem byggður var á 10. öld og eldri mannvistarleifar sem eru frá árinu 871 eða um það bil. Það sem er samt skemmtilegast á sýningunni er að sjá hvernig Reykjavík og umhverfi litu út meðan fyrstu menn voru að koma sér fyrir hérna: Tjörnin, Esjan, Austurvöllur etc. Einnig er gaman að sjá hvernig nútímatækni færir okkur keiminn liðinna alda (í bókstaflegri merkingu). Mæl með þessari sýningu, bæði fyrir ferðamenn og barnfædda Reykvíkinga.

Jurgen Klinsmann þjálfar íslenska landsliðið

Lygi reyndar, but you wish, don't you?

Vilt þú líka skalla Materazzi?

Smelltu á fyrirsögnina

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Nesti, Manfreð Vilhjálmsson


Var þetta bara rifið og öllu hent í ruslið? Ruslahauga sögunnar? Hvar var liðið sem vill vernda allt sem er liðið?

Z&M

„Hvað sagði hann við hann?“ er röng spurning. Betra væri að spyrja: „Um hvað voru þeir að tala?“. Sjaldan veldur einn þá tveir deila, sagði kerlingin og hljóp allsber út í sjó.

mánudagur, júlí 10, 2006

Fair Play 2006

Zidane valinn maður mótsins. Er þetta boðlegt Lennart?

Dýrasta PR-stönt sögunnar?



Hvað var maðurinn að hugsa? Vekja athygli á þessari bíómynd?

Annars gladdist ég fyrir hönd ítalska sverðsins sem sneiddi franska monthanann. Og þá að einhverju öðru en fótbolta.....eh.

föstudagur, júlí 07, 2006

Þreyttar tuggur

Aldrei þessu vant er grein eftir Hannes Hólmstein í Fréttablaðinu þar sem hann talar illa um Ingibjörgu Sólrúnu. Hún heitir Þreytt andlit og slitnar tuggur. Óvenju sjálfsgagnrýninn titill, ekki satt?

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hrakfarir Samfylkingarinnar

Nafnlaus lesandi bað mig að fjalla meira um hrakfarir Samfylkingarinnar. Allt í lagi að velta því aðeins fyrir sér.

Flokkurinn stendur illa í könnunum og þarf greinilega að taka sér tak. Ég er einhvern veginn þeirrar skoðunar að fólk þar innandyra eigi of lítið sameiginlegt. Augljóst er að þarna safnast saman fólk sem hefur varann á gagnvart Sjálfstæðisflokknum, en sumir þarna inni eiga sér þó engan draum heitari en að fara í ríkisstjórn með þeim hinum sama flokki - sem aðrir flokksfélagar hata meira en AIDS. Annað sem Samfylkingarfólk á EKKI sameiginlegt, er söguleg arfleifð. Flokkurinn reyndi að eigna sér eitthvað afmæli um daginn, var það afmæli Alþýðuflokksins eða Alþýðusambandsins? Nobody knows. Vinstri grænir fengu í föðurarf alla andstöðuna við Keflavíkurstöðina, Nató, umhverfis- og þjóðrækni og annað sem gaf hugtakinu 'vinstri-maður' merkingu á undanförnum áratugum. Samfylkingin hefur enga rót í sögunni og hangir þess vegna í ákveðnu tómarúmi sem gerir mönnum erfiðara fyrir um að fóta sig á hálu og köldu sundlaugargólfi stjórnarandstöðunnar, jafnvel þótt lömuð ríkisstjórn troði marvaðann í dauðafæri.

Samfylkingin hefur eytt miklu púðri í ýmiss konar stefnumótun og hugmyndavinnu, samanber framtíðarhópinn mikla. Gallinn er sá að út úr þessu hafa ekki komið neinar konkret hugmyndir, engin sérstaða, ekkert æðislegt sem fólk er tilbúið að berjast fyrir og kjósa. Ekkert sem gerir Samfylkinguna að augljóst betri kosti en SJálfstæðisflokkinn.

Ég er þeirrar skoðunar að núverandi undiralda í samfélaginu sé umhverfisvernd. Draumalandið, framtíðarlandið. Hvert stefnir. Þar hafa Vinstri grænir þegar skýra sérstöðu, meðan sumir þingmenn og bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar sogast að virkjunum og álverum eins og flugur að kamri. Hér þarf Samfylkingin að taka slag innandyra og ákveða hvað hún ætlar að segja og hvernig hún ætlar að segja það. Hættan er líka sú að umhverfismál ársins 2007 verði eins og sjávarútvegsmálin og kvótakerfið 1999 og 2003. Þegar kom að kosningum þá voru þau mál orðin svo þreytt að fólk nennti ekki að hlusta, hvað þá að kjósa um þau.

Er þá Samfylkingin kannski óþarfi? Aldeilis ekki. Þar eru tækifæri til að takast á við þau verkefni sem blasa við eftir kapítalíska þeysireið undanfarinna tveggja áratuga. Hvað á að gera við innflytjendur? Hvernig sýnum við gamla fólkinu tilhlýðilega virðingu? Hvert á að vera hlutverk lífeyrissjóðanna fyrir utan að bólgna út af peningum? Hvernig mega auðmenn og auðhringir umgangast það mikla og góða frelsi sem hér ríkir? Hvaða atvinnustefna getur svarað þörfum okkar án þess að rústa fágætri náttúru? Hvernig á að búa um gömlu atvinnugreinarnar, landbúnað og sjávarútveg, í nýju umhverfi? Hver eiga að vera grundvallar-réttindi á vinnumarkaði? Hvernig menntum við börnin okkar sem best?

Þessum spurningum hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn ekki sinnt, og virðast ekki hafa áhuga á því. Þarna er tækifæri fyrir Samfylkinguna að koma með sannfærandi svör. Takið eftir því að þau verða að vera sannfærandi. Liggur helsti vandinn þar?

Annars hef ég auðvitað ekkert um Samfylkinguna að segja.

Weltmeisterschmerz

Skilgreining: Tilfinningin sem grípur mann þegar maður áttar sig á því að HM í Þýskalandi er um það bil að ljúka.

Dramatísk lokun á bónstöð

Jónas Kristjánsson verður seint sakaður um að vera kverúlant:

"Þvotta- og bónstöðinni í Sóltúni hefur verið lokað fyrir fullt og allt, því að rífa á húsið til að þétta byggð. Þarna fór bíllinn skítugur í gegn á færibandi og kom bónaður og þurrkaður út. Þetta var einn af hornsteinum lífsins, einkum að vetrarlagi, lofaður sé Kjartan Sveinsson arkitekt, sem lengi átti stöðina. Nú er engin slík stöð lengur til og lífið í borginni verður þeim mun fátækara. Dauð hönd byggðaþéttingar hefur víða skaðað, en þetta er með því versta. Svona leika trúarsetningar vinstri manna okkur grátt. Vonandi verður borgin ekki þétt frekar en orðið er."

Einn af hornsteinum lífsins. Er ekki í lagi heima hjá þér?

Dramatísk lokun á bónstöð

Þvotta- og bónstöðinni í Sóltúni hefur verið lokað fyrir fullt og allt, því að rífa á húsið til að þétta byggð. Þarna fór bíllinn skítugur í gegn á færibandi og kom bónaður og þurrkaður út. Þetta var einn af hornsteinum lífsins, einkum að vetrarlagi, lofaður sé Kjartan Sveinsson arkitekt, sem lengi átti stöðina. Nú er engin slík stöð lengur til og lífið í borginni verður þeim mun fátækara. Dauð hönd byggðaþéttingar hefur víða skaðað, en þetta er með því versta. Svona leika trúarsetningar vinstri manna okkur grátt. Vonandi verður borgin ekki þétt frekar en orðið er.

Einn af hornsteinum lífsins. Er ekki í lagi heima hjá þér?

Bláir gegn bláum

Les Bleus gegn Azzurri á sunnudag. Forza Azzurri! Á laugardaginn er svo Þýskaland gegn leikhópnum Perlunni. Enginn þarf að velkjast í vafa um hvernig sá leikur fer.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Grosso problemo for Germany

Þeir verðskulduðu að vinna. Þjóðverjarnir fóru í vítaspyrnukeppnina einni mínútu of snemma. Skotmaðurinn Andrea Pirlo ógnaði fyrir utan teig, fjórir Þjóðverjar sóttu að honum og gleymdu vinstri fótar manninum Grosso sem afgreiddi boltann í snyrtilegum boga í hliðarnetið fram hjá vítabananum Jens. Del Piero markið var svo algjör bónus byggt á frábærum fótbolta hjá Cannavaro og Iquinta.

Frakkland á eftir. Þeir eru í stuði, eina sem böggar mig er að leikræn tilþrif hafa tekið sig upp hjá manninum sem setur upp fýlusvip þegar hann skorar. Svona karaterar fara í taugarnar á mér. Ítalirnir hafa hrist af sér goðsögnina um leikaraskap. Thierry Henry ber þann kyndil nú, ásamt nokkrum Portúgölum.

Á sunnudag verður leikið um fyrsta sætið, á laugardaginn um þriðja sætið. Hvers konar dónaskapur er það að sýna ekki leikinn um annað sætið, sagði einhver.

þriðjudagur, júlí 04, 2006

The Curse of Syn

Ólafur Kristjánsson, Bjarni Jóhannsson, Ólafur Þórðarson og Logi Ólafsson hafa verið áberandi í knattspyrnuútsendingum Sýnar undanfarin misseri. Allir hafa þeir verið grátt leiknir faglega. Ólafur féll með Fram í fyrra. Bjarni og Óli reknir frá sínum félögum á dögunum og Logi Ólafsson að fara að þjálfa FC Nörd.

Þetta eru sérfræðingarnir sem þykja fremstir við að útskýra dulmagn knattspyrnunnar fyrir áhorfendum Sýnar. Ætli það hafi stigið þeim til höfuðs?

mánudagur, júlí 03, 2006

Nýtt æði í uppsiglingu?

Það er nánast ávanabindandi að svara spurningum um gagnslausan fróðleik

Upphaf og endir ógæfunnar.

Í skúmaskotinu milli Héraðsdóms og hússins sem ég vinn í eru menn stundum eitthvað að skiptast á peningum og pillum og stundum krakkar að fikta við reykingar. Þá er vinsælt að öskra út um gluggann héðan af efstu hæð: "Pillið ykkur út af lóðinni!". Í þessu ólánshorni eru líka dyrnar sem gæsluvarðhaldsfangar ganga um í fylgd fangavarða til að meðtaka refsingu vegna sinna mála fyrir dómi. Upphaf og endir ógæfunnar.

Setning helgarinnar

"I wish I knew how to quit you."