föstudagur, janúar 28, 2005

Skúbb

Hér með tilkynnist um starfslok ritstjóra Röflsins hjá Góðu fólki McCann, Laugavegi 182. Þetta hefur verið skemmtilegur tími í næstum sex ár en nú, eða var það fyrir löngu síðan, er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt.

Ég mun því helga krafta mína Röflinu, auk þess sem ég hef tekið að mér starf ritstjóra hjá Inntaki, almanntengslum svona on the side og hef störf þar um miðjan febrúar.

Auðvitað er erfitt að hætta en að sama skapi auðvelt. Það verður gaman að sjá....Nánar síðar.

ps.
einhverjir lesendur eru að kvarta yfir kommentakerfinu, það er svolítið flókið og því eru fá komment gerð (nema það séu svona fáir að lesa). Trixið er held ég að velja "anonymous" og skrifa nafnið sitt bara undir hvern póst f. sig. Það væri vissulega gaman að fá fleiri komment.

Listin að taka ábyrgð

Gott hjá Róberti Marshall að hætta á Stöð 2 eftir að hafa gert ævintýraleg mistök í starfi. Þannig tekur hann persónulega ábyrgð á þessu klúðri, þótt auðvitað sé trúverðugleiki stofunnar eitthvað skertur. Það halllærislegasta í þessu er samt að núna heyrist allt í einu múkk úr stjórnarráðinu. Dóri og dvergarnir tveir (Denni og Bingi) fengu dauðafæri til að koma fram (hvar voru þeir áður) og segja að þetta sé aðför að Halldóri og fjölmiðlar eru allir svo vondir og bla bla bla.

Þetta eru útúrsnúningar hjá kvótamilljarðamæringnum og vinum hans sem taka aldrei ábyrgð á neinu. "Afsögn" Róberts, sem að er að mínu mat frekar vandaður fréttamaður, þótt hér hafi honum orðið á í messunni, er fordæmi sem stjórnmálamenn ættu að taka sér til fyrirmyndar, og þess þá heldur þar sem þeir eru kosnir af almenningi. Þeir starfa í okkar umboði, ekki öfugt! Ég óska Róberti Marshall velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.


fimmtudagur, janúar 27, 2005

Ég er spegilmynd af speglinum

Breytingar er oft erfiðar en geta leitt til góðs. Á næstu dögum veriða kynntar breytingar á þessari síðu. Fylgist með.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þetta lag er á repeat

On the low but the yacht got a triple deck
But when you Young, what the fuck you expect? Yep, yep
Grand openin, grand closin
God damn your man Hov' cracked the can open again
Who you gon' find doper than him with no pen
just draw off inspiration
Soon you gon' see you can't replace him
with cheap imitations for DESE GENERATIONS

Now can I get an encore, do you want more
Cookin raw with the Brooklyn boy
So for one last time I need y'all to roar!

Jay-Z er snillingur. Sjáðu! Myndbandið er líka snilld.



Handboltinn sprunginn 2

Ég var með einn-einn-tveir í skammvalinu við höndina yfir handboltanum í gær. Hjartað flökti og blóðið spýttist næstum því út um augum. Hvers vegna í apakettinum þurftu Strákarnir okkar að gera þetta svona spennandi og klúðra þessu í lokin. Til að byrja með leit þetta út eins og leiðinlegur leikur þar sem annað liðið valtar yfir hitt og svo snýr maður sér að öðru. En ekki í gær. Ég gat ekki setið kyrr með minn óreglulega hjartslátt meðan drengirnir glutruðu niður hverju vítinu á fætur öðru og buðu Slóvenunum í létta gönguferð gegnum vörnina sína. Óli Stef átti vondan dag, og Dagur en ég var ánægður með Peterson hornagaur og Róbert á línunni.

Annars hef ég engan áhuga á handbolta. Í kvöld vinnur Man Utd. Chelsea á Old Trafford í einhverri framrúðu-bikarkeppninni. Baráttan um meistaratitilinn sjálfan mun örugglega ráðast án mikilla blóðsúthellinga - ólíkt foringjaslagnum í Samfylkingunni. Ætla menn aldrei að læra að takast á eins og fullorðið fólk. Mér sýnist á öllu að menn séu í óða önn að finna og brýna gömlu bakstunguhnífana úr Alþýðubandalaginu.

mánudagur, janúar 24, 2005

Að blogga er góð skemmtun

Mér leiðist. Þarf að gera eitthvað í því.

fimmtudagur, janúar 20, 2005

Na na na na na na na

Talaði í gær um ferskan Beck. Það er Súri býður upp á fyrstu smáskífuna, en ekki ég.







You Are 28 Years Old



28





Under 12: You are a kid at heart. You still have an optimistic life view - and you look at the world with awe.

13-19: You are a teenager at heart. You question authority and are still trying to find your place in this world.

20-29: You are a twentysomething at heart. You feel excited about what's to come... love, work, and new experiences.

30-39: You are a thirtysomething at heart. You've had a taste of success and true love, but you want more!

40+: You are a mature adult. You've been through most of the ups and downs of life already. Now you get to sit back and relax.


Dylan dagsins

I ain't lookin' to block you up
Shock or knock or lock you up,
Analyze you, categorize you,
Finalize you or advertise you.
All I really want to do
Is, baby, be friends with you.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ferskur Beck

Það er mikil spenna í Röflinu yfir yfirvofandi nýrri plötu frá Beck, en fregnir bárust af því í morgun að 3-4 lög hefðu lekið út á netið. Með krókaleiðum bárust þessi lög mér til eyrna og lofa þau virkilega góðu, meira fjör en á Sea Change, þótt sú plata hafi vissulega verið mergjuð. Hlakka til að heyra meira, þótt það sé aðeins á skjön við lög um höfundarrétt.

Ferskur Beck

Það er mikil spenna í Röflinu yfir yfirvofandi nýrri plötu frá Beck, en fregnir bárust af því í morgun að 3-4 lög hefðu lekið út á netið. Með krókaleiðum bárust þessi lög mér til eyrna og lofa þau virkilega góðu, meira fjör en á Sea Change, þótt sú plata hafi vissulega verið mergjuð. Hlakka til að heyra meira, þótt það sé aðeins á skjön við lög um höfundarrétt.

Hvað heitir....

Er til eitthvað nafn á þessum leiðinlegu snjóslabbsleiðindum sem festast og mynda ljót grá skegg aftan við hvert hjól bílsins í þessari veðráttu? Ég veit ekki til þess. Af því tilefni vil ég lýsa eftir tillögu að því hvað þetta á að heita í framtíðinni.

Slabbskegg? "Sparkaðu fyrir mig slabbskegggin af bílnum ljúfan...."
Kertaslabb? Slepjuhrím? Hrímslapi?
Gráskegg? "Gráskegg hafa mikil áhrif á aksturseiginleika bifreiðarinnar....."


Fyrir bestu tillöguna eru bókaverðlaun: Ein af eftirtöldum:

1) I can see you Naked, Presentation Technices, Ron Hoff
2) Hello Girls! 3! 31 Postcards with Hunks from Magazine Ads
3) A little book of Excuses, eftir Jasmine Birtles.

Loksins x2

Loksins komst ég á skíði í gær. Frábært færi í Bláfjöllum. Ahhh. Svo var auðvitað komin löng röð um kl. 7 þannig að þá fór mesti glansinn af þessu, en það þýðir ekkert að væla yfir því.+

Loksins er ég byrjaður að hlusta á nýju Tom Waits plötuna sem ég fékk í Amazonpóstinum um daginn. Ég er búinn að renna henni tvisvar í gegn og ég held að þetta sé hreinlega bara ein besta platan sem ég hef heyrt lengi. Hlakka til að láta mig síga varlega ofan í þessa plötu. Fékk líka Elliot Smith og hún er líka frábær.

þriðjudagur, janúar 18, 2005

NOW AT LAST

Það er komið að því. Brottför kl. 16:00. Destination: Bláfjöll. Jebbsí pebbsí!

Laug Halldór að þjóðinni

Hvar eru allir duglegu fréttamennirnir núna? Eftir yfirlýsingu Halldórs frá því í gær, sem kom eftir skúbbið hans Gumma Steingríms í sunnudagsþættinum á Skjá einum, er ekki annað eftir en að klippa saman alla þá vitleysu sem menn hafa látið út úr sér um hvernig bar að stuðning íslensku þjóðarinnar við stríðið í Írak.

Jú menn höfðu rætt Íraksmálið hér og þar og jú Saddam var ekki barnanna bestur, en að Íslendingar hafi gengið fram fyrir skjöldu í að styðja þetta stríð í bandaríkskri blindni, það var ákvörðun sem tveir menn tóku bara sisvona. Svo benda menn á Danmörku og Bretland og segja að þeir hafi líka stutt þetta stríð, sem er rétt. En það var að undangegnum þrælmiklum umræðum þar sem menn þurftu að beita fyrir sig miklum klókindum og lygaskýrslum til að fá málið samþykkt.

Hér var ekkert samþykkt. Og eiga menn að komast upp með það??

Hypocrite lecteur! - mon semblable, - mon frère

Var að rifja upp hugleiðingar frá því að ég var námi og að netið kom fyrst til sögunnar, þá var mikið talað í bókmenntafræðinni um möguleikana á því að skapa á netinu svokallaða Hypertexta. Eins konar textanet þar sem maður gæti leitað að merkingartengslum orða og setninga í bókmenntum. Sjá t.d. http://eliotswasteland.tripod.com/. Gaman væri að sjá þetta tekið enn lengra til að hjálpa fólki að kynnast flóknum bókmenntaverkum. Bókmenntir eru undur.

En hvað er merking? Ef ég segi A er ég þá alltaf að meina A eða fylgir því alltaf svolítið B eða jafnvel C, jafnvel þótt ég taki það sérstaklega fram að ég sé alls ekki að meina C. Ef ég man Derrida rétt þá erum við alltaf að leita að einhverri merkingu í því sem við lesum og upplifum og leitin leiðir okkur áfram hingað og þangað en aldrei á leiðarenda. Hinni endanlegu merkingu er sífellt frestað. Við sjáum aldrei til botns. Það er því leitin sjálf sem er í raun merkingin.

Þess vegna er höfundurinn sjálfur ekki endanlegur merkingargjafi bókmenntaverka. Ef maður er meðvitaður um þetta þá verður lestrar-upplifunin sjálf miklu frjórri og meira gefandi viðburður og maður endurskapar bókmenntatextann með alveg nýrri túlkun og samsetningu. Því meira sem maður les, því meira skilur maður. Voru þetta virkilega nýjar fréttir fyrir 10-20 árum síðan? Hvað ætli menn séu helst að lesa í bókmenntafræðinni núna? Ætli femínisminn sé ennþá sjóðheitur þar? Er póstmódernisminn ennþá nýjasta nýtt? Varla.

mánudagur, janúar 17, 2005

Smá-þjóð-remba

Þetta orð lýsir vel íslenskum íþróttafréttum. Í morgun klukkan 9 voru eftirfarandi íþróttafréttir á RÚV

#1 Aarhus vann leik í danska kvennahandboltanum um helgina. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði 6 mörk.
#2 Tveir íslenskir dómarar dæmdu landsleik á æfingamóti í handbolta um helgina.
#3 Silja Úlfarsdóttir stóð sig vel á æfingamóti í frjálsum einhvers staðar djúpt ofan í í Bandaríkjunum.

Ég man eftir þessu hjá þegar ég var að vinna hjá RÚV, þá voru alls konar smá-íþrótta-kóngar að hringja og kvarta yfir skorti á íþróttafréttum yfir mis-glæstum árangri Íslendinga á millisvæðamótum í skák, ístölti, bridds og suður-amerískum dönsum. Með fullri virðingu fyrir þessu fólki, getur það ekki bara stofnað bloggsíður þar sem vinir þeirra og vandamenn geta fylgst með því hvernig gengur?

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Barnabókmenntir

Án þess að gera lítið úr barnabókum....

Vissir þú að George Bush hefur lýst því yfir að upphaldsbókin hans úr barnæsku hafi verið The Very Hungry Caterpillar. Bókin kom út árið 1969. Þá var George Bush var 23 ára.

Hvernig líst ykkur á nýja nafnið - 365 - á sameinuðu Íslenska útvarpsfélaginu og Frétt ehf?

Fátt að gerast

Er að hlusta á tónlist af hinni frábæru plötu A Foreign Sound þar sem brasilíski næfur-jazzsöngvarinn Caetano Veloso coverar fullt af amerískum sönglögum, t.d. Come as you are með Nirvana og snilldina It's Allright Ma, eftir Dylan (að vísu í styttri útgáfu). Hér er brot úr stórbrotnum texta It's All Right, Ma (I'm Only Bleeding). Kannski ætti ég að birta smá texta-bút á hverjum degi - Dylan dagsins?

"A question in your nerves is lit
Yet you know there is no answer fit
to satisfy...Insure you not to quit
To keep it in your mind and not forget
That it is not he or she or them or it
That you belong to.

Although the masters make the rules
For the wise men and the fools
I got nothing, Ma, to live up to."

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Fyndið

Fyndnasta atriði í bíómynd sem ég hef séð mjög lengi er í myndinni Dodgeball en atriðið inniheldur Ben Stiller beran að ofan, kleinuhring og rafstuð.

Annasamt kvöld, boðin bæði í mat og afmæli og þurfti ég að boða forföll í lesklúbbnum. Kláraði þess í stað Dylan bókina. Meira um hana kannski síðar.

þriðjudagur, janúar 11, 2005

godfather


godfather
Originally uploaded by Adler.

mánudagur, janúar 10, 2005

Að rýna til gagns

Út er komin bókin Kafka on the Shore eftir Haruki Murakami, einn af mínum uppáhaldshöfundum. Hann kom til landsins í fyrra á Bókmenntahátíð og sá ég hann þar þrisvar. Nú er bókin sem sagt komin út á ensku og er hástökkvari vikunnar á óskalistanum mínum. Ágætur dómur um bókina á Guardian.

Ætlaði sjálfur að skrifa merka gagnrýni um Dylan myndina Masked & Anonymous sem ég horfði á í síðustu viku eftir að hafa fengið veglegan kassa frá Amazon. Ég held ég sleppi því að þreyta lesendur á tuði um þessa mynd. Dylan fanatíkerar munu kunna að meta hana. Ég er ekki lengur hissa á því að mynd með Bob Dylan, John Goodman, Jeff Bridges, Penelope Cruz, Mickey Rourke, Jessicu Lange, Val Kilmer, Angela Basset, Giovanni Ribisi, Christian Slater og fleiri súperstjörnum hafi ekki komið í bíó. Myndin er sjónræn túlkun á textaheimi Dylans og lýtur alls ekki lögmálum Hollywood.

Hún gerist á byltingartímum í ónefndu landi (Dylandi?) og fjallar um fjárplógsmanninn Sweetheart (Goodman) sem nær rokkgoðsögninni Jack Fate (Dylan of course) út úr fangelsi einræðisforsetans til að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum átakanna. Dylan er magnaður í hlutverki Jack Fate sem svarar öllu með dæmigerðum Dylan heimspeki-töktum. Samtölin og tilsvörin eru eiginlega styrkur myndarinnar, því þótt þetta séu brilljant leikarar þá eru þau öll einhvern veginn "star-struck" þegar í senum með Dylan, því hann ER myndin. Hann er svo heitur að stjörnurnar bráðna bara þegar þær koma nálægt honum.

Sameiginlegur þráður í þessari mynd og bókinni Chronicles Vol. 1 er að Dylan (sem er annnar handritshöfundanna) virðist alveg ótrúlega pirraður yfir þvi hversu fólk dáist að honum, og lítur upp til hans. Jeff Bridges leikur einkennilegan blaðamann sem telur að Dylan/Fate eigi svörin við öllum heimsins spurningum og bregst illur við þegar fátt verður um svör en one-linererar fljúga í staðinn. Þversögnin er sú að ef Dylan væri ekki svona dáður þá mundi þetta fræga fólk auðvitað ekkert nenna að leika í þessum skringilegheitum fyrir brot af venjulegu kaupi.

Masked & Anonymous er mynd fyrir sanntrúaða Dylan menn og konur og mun líklega ekki afla honum neinna nýrra aðdáenda.

Úbbs, þetta blogg átti að fjalla um að ég hefði engan tíma til að skrifa um þessa mynd.....jæja. Þið látið ykkur hafa það.

Að rýna til gagns

Út er komin bókin Kafka on the Shore eftir Haruki Murakami, einn af mínum uppáhaldshöfundum. Hann kom til landsins í fyrra á Bókmenntahátíð og sá ég hann þar þrisvar. Nú er bókin sem sagt komin út á ensku og er hástökkvari vikunnar á óskalistanum mínum. Ágætur dómur um bókina á Guardian.

Ætlaði sjálfur að skrifa merka gagnrýni um Dylan myndina Masked & Anonymous sem ég horfði á í síðustu viku eftir að hafa fengið veglegan kassa frá Amazon. Ég held ég sleppi því að þreyta lesendur á tuði um þessa mynd. Dylan fanatíkerar munu kunna að meta hana. Ég er ekki lengur hissa á því að mynd með Bob Dylan, John Goodman, Jeff Bridges, Penelope Cruz, Mickey Rourke, Jessicu Lange, Val Kilmer, Angela Basset, Giovanni Ribisi, Christian Slater og fleiri súperstjörnum hafi ekki komið í bíó. Myndin er sjónræn túlkun á textaheimi Dylans og lýtur alls ekki lögmálum Hollywood.

Hún gerist á byltingartímum í ónefndu landi (Dylandi?) og fjallar um fjárplógsmanninn Sweetheart (Goodman) sem nær rokkgoðsögninni Jack Fate (Dylan of course) út úr fangelsi einræðisforsetans til að koma fram á góðgerðartónleikum til styrktar fórnarlömbum átakanna. Dylan er magnaður í hlutverki Jack Fate sem svarar öllu með dæmigerðum Dylan heimspeki-töktum. Samtölin og tilsvörin eru eiginlega styrkur myndarinnar, því þótt þetta séu brilljant leikarar þá eru þau öll einhvern veginn "star-struck" þegar í senum með Dylan, því hann ER myndin. Hann er svo heitur að stjörnurnar bráðna bara þegar þær koma nálægt honum.

Sameiginlegur þráður í þessari mynd og bókinni Chronicles Vol. 1 er að Dylan (sem er annnar handritshöfundanna) virðist alveg ótrúlega pirraður yfir þvi hversu fólk dáist að honum, og lítur upp til hans. Jeff Bridges leikur einkennilegan blaðamann sem telur að Dylan/Fate eigi svörin við öllum heimsins spurningum og bregst illur við þegar fátt verður um svör en one-linererar fljúga í staðinn. Þversögnin er sú að ef Dylan væri ekki svona dáður þá mundi þetta fræga fólk auðvitað ekkert nenna að leika í þessum skringilegheitum fyrir brot af venjulegu kaupi.

Masked & Anonymous er mynd fyrir sanntrúaða Dylan menn og konur og mun líklega ekki afla honum neinna nýrra aðdáenda.

föstudagur, janúar 07, 2005

Nýtt sykurlaust Coke

Hér er það sem við höfum verið að gera. Verð að segja að ég er frekar ánægður með þetta og ekki síður er ég ánægður með drykkinn, því mér finnst Diet Coke ekki vera gott. Nú get ég drukkið eins mikið (sykurlaust) Coke og ég vil.


fimmtudagur, janúar 06, 2005

Lögmál Murphys

Lögmál Murphys hefur aldeilis sett svip sinn á þessa vinnuviku.

Einhverjir hafa haft samband og beðið um uppskrift að lasagne. Ég þarf ekkert að setja hana hér. Hún er yfirleitt skrifuð á pakkana með plötunum. Og örugglega með koppíræt.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Erfitt en gaman

Verkefni sem ég óttaðist að mundi fara á versta veg virðist ætla að koma ágætlega út, ef það klárast. Meira um það síðar. Vonandi.

Í gær átti Ásta afmæli og óskaði hún eftir því að ég gerði lasagne til að gleðja í henni bragðlaukana. Eitt aðaltrixið með lasagna er að kaupa gott hakk í Kjöthöllinni og steikja það og gera grunninn að kjötsósunni með dags fyrirvara. Daginn eftir setur maður síðan alls konar gúmmulaði útí eftir smekk, sumir vilja t.d. gulrætur, og endur-sýður sósuna. Finnst þér þetta vera geðveiki? Málið er að margir réttir með soðnu nautakjöti bragðast betur þegar þeir eru hitaðir upp "daginn eftir" þegar kjötið er búið að mýkjast að fullu og bragðið búið að dreifa sér enn betur. Af hverju ekki að byrja degi fyrr og njóta þessara bragðgæða? Maður er orðinn svo tímabundinn. Ítalskar húsmæður eru t.d. allan daginn að sjóða ekta bolognese til að ná þessum áhrifum.

Jú, afmælið var skemmtilegt.

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Bækur sem ég las í fyrra

Ja hérna, það var hægara sagt en gert að koma saman lista yfir bækurnar sem ég las í fyrra. Og sjá, þetta eru næstum allt einhverjir reyfarar, vissulega margir með sögulegu ívafi og því á vissan hátt intellektúal, t.d. 2 rússneskir reyfarar. Íslenskar bókmenntir eiga sína fulltrúa, allt af ferskari kantinum ef svo mætti segja. Mundi í fljótu bragði aðeins eftir tveimur bókum sem ég lauk ekki við og að sjálfsögðu voru það líklega metnaðarfyllstu bókmenntaverkin. Þetta er frekar slöpp frammistaða.
Ég hef lofað sjálfum mér því að draga úr lestri reyfara, binda það etv. aðeins við sumartímann eða eitthvað....

Ég nenni varla að dæma þessar bækur hverja fyrir sig, menn mega bara samband og spyrja.

Listinn f. 2004

Quicksilver, Neil Stephenson
The Confusion, Neil Stephenson
The System of the World, Neil Stephenson
Dauðans óvissi tími, Þráinn Bertelsson
Kleifarvatn, Arnaldur Indriðason
Q, Luther Blisset
The Curious Incident of the Dog in the Night Time, Mark Haddon
Napoleon 1. bindi, Max Eitthvað...
Angels & Demons, Dan Brown
Deception Point, Dan Brown
Digital Fortress, Dan Brown
The Da Vinci Code, Dan Brown
The Dante Club, Mark Pearl
The Rule of Four, Ian Caldwell & Dustin Thomason
Svartir englar, Ævar Örn
Meistarinn og Margaríta, Mikhaíl Búlgakoff
The Time Traveller’s Wife, Audrey Nifenegger
Vetrardrottningin, Boris Akúnín
Krýningarhátíðin, Boris Akúnín
Niðurfall, Haukur Ingvarsson
39 þrep á leið til glötunar, Eiríkur Guðmundsson
Við hinir einkennisklæddu, Bragi Ólafsson
Kveneinkaspæjarastofa númer eitt, Alexander McCall Smith
In the hand of Dante, Nick Tosche
The Seville Communion, Arturo Perez-Reverte
Dumasarfélagið, Arturo Perez-Reverte
Skuggaleikir, Juan Carlos Somoza.

Bækur sem ég kláraði ekki.
Stalíngrad, Antony Beevor
Year of the Death of Ricardo Reiss, José Saramago

Til hamingju með afmælið Ásta mín

mánudagur, janúar 03, 2005

Einkennileg tilfinning

Það er alveg sérstök tilfinning sem þetta ár, 2005, byrjar með. Einkennileg blanda af hamingju og óhamingju, Á tímum þessara hræðilegu hamfara í Asíu er maður minntur óþægilega á hversu heppinn maður í raun er. Heppinn, en samt svo lítill eitthvað. Heimurinn er stór og hættulegur en við höfum það samt svo rosalega gott hérna, sérstaklega ég.

Í gær var Orri Kárason skírður og fékk ég þar með nafnbótina Guðfaðir. Ég er heppinn.

Ég óska lesendum innilega til hamingju með árið 2005.