þriðjudagur, október 30, 2007

Angan af leðri

Ekki er þetta lyktin af sófasettinu heldur kom þetta í hús í gær, stútfullt af frábærum lögum og með snilldarteikningum eftir gamlan félaga úr íslenskunni KjartanHGrét! Fyrsta leðurklædda skífan sem ég eignast.



Tryggið ykkur eintak

mánudagur, október 29, 2007

Lesning dagsins

Við þetta er litlu að bæta.

Höfuðstaður Norðurlands

Er á Akureyri. Hér er magnað að sjá framkvæmdir við nýja menningarhúsið. Maður er svo sem öllu vanur úr Austurstrætinu þar sem gott útsýni er yfir hamaganginn við Reykjavíkurhöfn. Hér nyrðra eru menn á svipað metnaðarfullum nótum, byggt við Pollinn og klætt með stuðlabergi. Flott. Dýrt.

föstudagur, október 26, 2007

Hinsta andvarp krúttkynslóðarinnar

Ég sá myndina Heima um daginn. Þar er Íslandsvinunum í Sigurrós fylgt eftir á tónleikaferðalagi um Ísland. Skotið er inn í myndina viðtalbútum á ensku með hinum sér-krúttlenska hreim. Þema myndarinnar er hvað þeir félagar eru rosalega ánægðir að koma til Íslands, nánast kalnir á hjarta eftir að spila fyrir milljónir, fundi með lögfræðingum og viðtöl við misvitra fjölmiðlamenn.

Miðað við hversu stór hluti myndmálsins er af óspilltri náttúru fannst mér meðlimir sveitarinnar ekki eins uppteknir af náttúrunni í viðtölunum eins og ég hefði talið. Þeir voru meira að tala um Ísland sem pláss, óupptekið svæði, sem andstæða við þrengslin í útlöndum. Reyndar er kafli um mótmælin við Kárahnjúka og Páll í Húsafelli sýndur við stein- og rabbabarahörpugerð.

Eftir myndina velti ég því fyrir mér hvort Heima sé nokkurs konar legsteinn krúttkynslóðarinnar. Getur Sigurrós komist lengra inn í músík-algleymi, þar sem sungið er á málleysu og gefnar út nafnlausar plötur? Getur verið að virkjunin í Kárahnjúka, sem er að fara í gang þessa dagana þrátt fyrir mikil og ítarlega mótmæli, hafi slökkt einhvern neista? Hvað með kolefnisjöfnunina sem er orðin eins og hvert annað gróðabrall og djók.

Er kominn tími á að vera bara hress og fá sem mest út úr þessum örfáu áratugum sem okkur eru útlhlutaðir á þessari kúlu mitt í hverginu? Er ekki runninn upp tími hljómsveita á borð við Sprengjuhöllina sem skrifa texta um allt það skemmtilega og skrýtna í samskiptum fólks og keyrir svo einfaldlega yfir Ísland?

MugiBoogie

Var að festa kaup á nýja disknum hans Ödda á Ísafirði: Mugiboogie. Mugison er svo sniðugur að maður kaupir diskinn á netinu fyrir skitinn átjánhundruðkall, dánlódar lögunum og fær líka allan pakkann sendan heim. Fínt! Já, sæll!

Tryggið ykkur eintak!

fimmtudagur, október 25, 2007

Snorken?




logo
Hvem er du i Mummidalen?

Mitt resultat:
Snorken
Du er Snorken! Du er glad i å eksperimentere og oppfinne ting, selv om det betyr at du må jobbe alene hele vinteren mens alle andre sover!
Ta denne quizen på Start.no

miðvikudagur, október 24, 2007

Gott stöff

þriðjudagur, október 23, 2007

Syndir feðranna-Heima

Það er athyglisvert að bera saman myndirnar Heima og Syndir feðranna sem báðar eru í bíóum núna.

Báðar fjalla um heimili - Önnur er um allt það fallegasta sem Ísland hefur að geyma en hin um það ljótasta.

Um borgarlistamann

Í framhaldi af síðustu færslu datt mér í hug eftirfarandi vísa sem byggir á verkum Þórarins Eldjárns og Ragga Bjarna:

Raggi Bjarna fékk titil mikinn á sig
Eldjárn gólar eins og þrumuský:
„Vert’ekki að hringja svona alltaf í mig,
ef þú meinar ekki neitt með því.“



Ég er þó ekki fyllilega ánægður með fyrripartinn. Komið með betri hugmyndir í kommentakerfið kæra fólk.

UPPFÆRT
Er þetta ekki betra svona:

Ragnar nafnbót fékk frá íhaldi á sig
En Eldjárn gólar eins og þrumuský:
„Vert’ekki að hringja svona alltaf í mig,
ef þú meinar ekki neitt með því!“

Hver bláa höndin uppi á móti annari

Þú gætir ekki skáldað þetta upp! Þessi frétt um að Þórarni Eldjárn hafi verið tilkynnt að hann yrði borgarlistamaður er kostuleg. Eins og allir vita varð stuðnings-söngvari Vilhjálms Þ. fyrir valinu. Vilhjálmur hefur sjálfur tekið lagið á stundum og einnig Geir Haarde. Eru söngvararnir saman í bandalagi á móti rithöfundunum/sjónvarspmönnunum Davíð, Þórarni og Gísla Marteini? En hvað með Júlíus Vífil? Er hann ekki söngvari?

Já, þessir Rómverjar eru klikk.

mánudagur, október 22, 2007

Að velja og hafna úr Biblíunni

Þeir sem leggja fæð á samkynhneigða vegna þess að hommar og lesbíur koma ekki vel út í Biblíunni þurfa að svara áleitnum spurninum um svínarækt í landinu, umgengni við konur á túr og lögleiðingu klæðnaðar úr fleiri en einni tegund klæðis. Alla vega ef þeir lifa eftir innblásnum texta hinnar helgu bókar (og ekkert hægt að þýða sig í burt frá því)

Þessum umhugsunarefnum er reyndar betur líst hér:
Dear Dr. Laura:

Thank you for doing so much to educate people regarding God's Law. I have learned a great deal from your show, and try to share that knowledge with as many people as I can. When someone tries to defend the homosexual lifestyle, for example, I simply remind them that Lev. 18:22 clearly states it to be an abomination. End of debate. I do need some advice from you, however, regarding some of the other specific laws and how to follow them:

When I burn a bull on the altar as a sacrifice, I know it creates a pleasing odor for the Lord - Lev.1:9. The problem is my neighbors. They claim the odor is not pleasing to them. Should I smite them?

I would like to sell my daughter into slavery, as sanctioned in Exodus 21:7. In this day and age, what do you think would be a fair price for her?

I know that I am allowed no contact with a woman while she is in her period of menstrual uncleanliness - Lev.15:19- 24. The problem is, how do I tell? I have tried asking, but most women take offense.

Lev. 25:44 states that I may indeed possess slaves, both male and female, provided they are purchased from neighboring nations. A friend of mine claims that this applies to Mexicans, but not Canadians. Can you clarify? Why can't I own Canadians?

I have a neighbor who insists on working on the Sabbath. Exodus 35:2 clearly states he should be put to death. Am I morally obligated to kill him myself?

A friend of mine feels that even though eating shellfish is an abomination - Lev. 11:10, it is a lesser abomination than homosexuality. I don't agree. Can you settle this?

Lev. 21:20 states that I may not approach the altar of God if I have a defect in my sight. I have to admit that I wear reading glasses. Does my vision have to be 20/20, or is there some wiggle room here?

Most of my male friends get their hair trimmed, including the hair around their temples, even though this is expressly forbidden by Lev. 19:27. How should they die?

I know from Lev. 11:6-8 that touching the skin of a dead pig makes me unclean, but may I still play football if I wear gloves?

My uncle has a farm. He violates Lev. 19:19 by planting two different crops in the same field, as does his wife by wearing garments made of two different kinds of thread (cotton/polyester blend). He also tends to curse and blaspheme a lot. Is it really necessary that we go to all the trouble of getting the whole town together to stone them? - Lev.24:10-16. Couldn't we just burn them to death at a private family affair like we do with people who sleep with their in-laws? (Lev. 20:14)

I know you have studied these things extensively, so I am confident you can help. Thank you again for reminding us that God's word is eternal and unchanging.

Your devoted fan,
Jim

Tískulögga?

Það gleður mig að sjá að lögreglan er byrjuð að hafa afskipti af þesssari tísku að hafa buxurnar svo neðarlega á rassinum að undirföt sjást. Sbr tilvitnun í dagbók lögreglunnar: "Af öðrum brotum má nefna að einn var tekinn fyrir að veitast að lögreglumanni, annar fyrir að klifra upp á bíl og sá þriðji fyrir að gyrða niður um sig buxurnar."

Annars fannst mér allt fara vel fram á ferðum mínum um vettvang Airwaves hátíðarinnar liðna helgi og til sérstakrar fyrirmyndar hvað Íslendingar eru orðnir góðir í að bíða í röð.

1

Í dag eru akkúrat 6.011 ár frá sköpun heimsins (skv. kenningum James Usshers sem var enskur biskup á 17. öld.

Besta útlenska bandið á Airwaves: Chromeo
Besta íslenska bandið á Airwaves: Sprengjuhöllin.

Þessum dómum ber að taka með þeim fyrirvara að ég sá aðeins eftirtaldar sveitir:
Boys in a Band (stórgóð), Ungdomsskolen (ágæt), Sprengjuhöllina (mögnuð), múm (þreytt), of Montreal (góð), Hjaltalín (frábær), Hafdísi Huld (sæmó), Steed Lord (hress), Bonde do Role (æðisleg) og Chromeo (stórkostleg).

Einnig sá ég FM Belfast (galgopaleg) í hinu frábæra Take-Off partíi Icelandair.

Ætli þetta sé ekki best heppnaða Airwaves hátíðin til þessa? Iceland Airwaves lengi lifi!

föstudagur, október 19, 2007

Ríó+Þeyr=Sprengjuhöllin?

Ef Ríó er staðan og Þeyr andstaðan, þá er Sprengihöllin niðurstaðan. Þetti gæti alla vega verið yfirborðskenndi klisjudómurinn um þessa ágætu sveit sem ég sá í fyrsta skipti á sviði í gær, í Lídó á Iceland Airwaves. Þetta er, í stuttu máli sagt, hreint frábær hljómsveit, sem skipuð er sonum Ríótríóara og Þeysara ásamt fleirum. Textarnir eru svo snjallir og vel samsettir að það er til 'háborinnar' fyrirmyndar eins og sagt er.

Talandi um Þey, er ekki kominn tími á kombakk? Jafnvel show á Broadway með þriggja rétta? Væru það ekki hin fullkomnu helgispjöll, svona svipað og að setja setja fyndin outtakes með mismælum á dvd útgáfuna af Schindler's List?

fimmtudagur, október 18, 2007

Mannlíf

Mannlíf fer vel á stað undir ritstjórn Tóta Tóta Tíma-Tóta. Góð umfjöllun um helstu fréttir liðinna daga og athyglisverð úttekt á fangelsismálum hér heima og í Brasilíu.

miðvikudagur, október 17, 2007

Hvar varst þú að kvöldi 22. apríl 2004?

Mér skilst að í gamla daga hafi fólk getað svarað svona spurningum. Það var í fásinninu. Ástæðan til þess að ég man hvað ég gerði þetta kvöld er geisladiskur sem ég fann á bókasafninu fyrir skemmstu: "According to tradition "Violent Femmes, Live in Iceland.

Gaman að sveitin skuli hafa sent þetta frá sér, en tónleikarnir voru frábærir. Reyndar eru bara sex lög en þau skila sér, þar á meðal snilldartaktar Óskars Guðjónssonar og Matthíasar Hemstock sem voru kallaðir til leiks með skömmum fyrirvara ef ég man rétt.

Violent femmes er ein af helstu sveitum unglingsára minna. Ég átti 2 90 mínútna spólur með plötunum þeirra fjórum og var mikið sungið með á rúntinum upp og niður Hafnargötuna.

þriðjudagur, október 16, 2007

Sjálfstæðismönnum finnst leikskólaráð ekki lengur merkilegt

Tók eftir því þegar kosið var í nefndir og ráð borgarinnar að enginn aðalborgarfulltrúi D-lista sóttist eftir sæti í leikskólaráði. Börðust þeir þó mjög fyrir því að málefni leikskólanna yrðu tekin úr menntaráði og sögðu það ekki bara gert til að leysa stólavandræði. Nú þarf að kalla til varamenn til að sinna þessu ráði. Í þessu kristallast áhugi D-lista á leikskólamálum, ef fólk hefur ekki tekið eftir manneklunni. Það ætti að vera forgangsverkefni hjá nýjum, og betri, meirihluta að takast á við þann vanda.

mánudagur, október 15, 2007

Hvar voru prinsippin þegar þetta var birt í febrúar

HydroKraft Invest er heiti á nýju alþjóðlegu fjárfestingafélagi í sameiginlegri eigu Landsbankans og Landsvirkjunar sem stofnað var í gær, 16. febrúar. HydroKraft Invest er ætlað að fjárfesta í verkefnum á erlendri grundu sem tengjast endurnýjanlegri orkuvinnslu, með áherslu á vatnsafl. Björgólfur Guðmundsson formaður bankaráðs Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans, Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Landsvirkjunar og Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar undirrituðu samning um stofnun félagsins á blaðamannafundi í dag, föstudaginn 16.febrúar 2007.

Fáar þjóðir í heiminum búa yfir jafnmikilli þekkingu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa og Íslendingar, en 72% af frumorkunotkun landsmanna kemur frá endurnýjanlegum orkugjöfum samanborið við 13% heimsmeðaltal. Með stofnun félagsins vilja Landsbankinn og Landsvirkjun taka höndum saman um útflutning á þessari verðmætu þekkingu.

HydroKraft Invest er ætlað að leiða umbótaverkefni á sviði orkumála erlendis, einkum í Evrópu. Áhersla verður lögð á tæknilegar og rekstrarlegar endurbætur á eldri vatnsaflsvirkjunum í því skyni að bæta nýtingu þeirra og auka framleiðni.

Landsbankinn og Landsvirkjun eiga jafnan hlut í félaginu og leggur hvor aðili til tvo milljarða króna í hlutafé. Áætlað er að skjóta styrkari stoðum undir fjárhag félagsins með söfnun hlutafjár hérlendis á næstunni og mun Landsbankinn tryggja sölu á hlutafé í félaginu fyrir einn milljarð króna til viðbótar. Í kjölfarið er ráðgert að skrá HydroKraft Invest á erlendan hlutabréfamarkað.

Landsbankinn og dótturfélög hans hafa tekið þátt í fjölmörgum fjármögnunarverkefnum á sviði endurnýjanlegrar orku. Verðbréfafyrirtæki bankans í Evrópu greina fyrir viðskiptavini sína yfir 800 félög, þar af um 40 fyrirtæki í orkugeiranum. Bankaráð Landsbankans ákvað nýverið að leggja enn frekari áherslu á þetta svið fjármögnunar, eins og kynnt var á ráðstefnu á vegum Kepler / Landsbanka í París á dögunum.

Landsvirkjun hefur á undanförnum áratugum verið í fararbroddi í uppbyggingu á raforkukerfi Íslands og er helsti raforkuframleiðandi landsins. Fyrirtækið hefur í mörg ár unnið jafnhliða að uppbyggingu og endurbótum á raforkukerfum í öðrum löndum. Má þar nefna þátttöku í franska félaginu Hecla sem vinnur að úttekt og endurbótum á háspennulínukerfi frönsku rafveitnanna. Einnig er Landsvirkjun þátttakandi í fyrirtækinu Sipenco í Sviss sem annast endurbætur á vatnsaflsvirkjunum þar í landi.

Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans segir eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku eiga eftir að aukast verulega á næstu árum. Hann telur tækifæri fólgin í því fyrir Landsbankann að sameina í HydroKraft Invest fjármálaþekkingu bankans og reynslu Landsvirkjunar í rekstri og byggingu vatnsaflsvirkjana og orkukerfa.

Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarformaður Landsvirkjunar segist telja að samstarf við Landsbankann, sem býr yfir sérþekkingu á fjárfestingum og atvinnurekstri í Evrópu, styrki fyrirtækið verulega í útrás með þá þekkingu og reynslu á sviði orkumála sem Landsvirkjun býr yfir og segir félagið eiga fullt erindi á alþjóðavettvang.


Áform Landsbankans og Landsvirkjunar lofa góðu. Það er allt á fleygiferð í þessum orkubransa og við Íslendingar eigum frábær tækifæri sem felast í að tengja saman þekkinguna úr opinberu fyrirtækjunum og fjármagnið úr einkageiranum. Í slíkri samvinnu hlýtur þó þess að vera krafist að bisnisskallarnir sýni því ákveðna virðingu að samstarfsaðilar þeirra lúti aðeins öðrum lögmálum en þegar ísbúð er opnuð. Opinber fyrirtæki eiga að lúta lýðræðinu og velja sér samstarfsaðila sem geta unnið sín verk í sátt við það.

Megas i steininn?

Ætli Megas fái kærur vegna brota á tóbaksvarnarlögunum fyrir þennan frábæra texta á nýju og stórgóðu plötunni Hold er mold:

Tóbakið hreint
fæ gjörla eg greint
gjörir höfðinu létta
skerpir vel sýn
svefnbót er fín
sorg hugarins dvín
sannprófað hefi ég þetta.

(Líklega sleppur Megas nú, fyrst hann og höfundur textans, nefna ekki sérstakar tegundir tóbaks, en það er harðbannað skv. lögunum, nema til að vara sérstaklega við skaðsemi...)

Hold er mold - fimm og hálf stjarna.

sunnudagur, október 14, 2007

Megas i Höllinni, 3x2 stjörnur, lagalisti

Var að koma úr Höllinni. Megas og Senuþjófarnir, það þarf ekkert að ræða það. Reykjavíkurnætur í Curtis Mayfield útfærslu var meðal hápunktanna.

Lagalisti:

Kung Gustaf
Ábending
Lóa Lóa
Gott er að elska
Sút fló í brjóstið inn
Ragnheiður biskupsdóttir
Heimspekilegar vangaveltur
Jólanáttburður
Huggutugga
Reykjavíkurnætur
Tilmæli
Vertu mér samferða
Álafossúlpan
Ég á mig sjálf
Uppskeruhátíð
Napóleon bekk
Litlir sætir strákar
Freyjufár
Saga lík sveitinni
Kvöld í Atlavík
Orfeus og Evridís
Niður með náttúruna
Gamla gasstöðin
M-nótt
Tvær stjörnur
Spáðu í mig
----
Krókódílamaðurinn
Við sem heima sitjum
Paradísarfuglinn.

Eins og listinn sýnir þá svignuðu borðin undan krásum Magnúsar! Í lokin má ég til með að geta þess að ég var svo lánssamur að fá miða á fremsta bekk fyrir miðju að hætti Ólafs og Dorritar og sá því inn í hverja hrukku á kallinum. Ætli hann hafi einhvern tímann litið jafnvel út?

fimmtudagur, október 11, 2007

Nýr borgarstjóri


Jæja loksins! Spillti tryllti Villi fyrir bí (...við reddum því.)

Magnað viðtal við Sigurrós

http://www.npr.org/blogs/bryantpark/2007/10/when_good_interviews_go_bad.html

miðvikudagur, október 10, 2007

Óöldin í miðborginni

Þetta segir í dagbók lögreglunnar

September:
Árekstrar í september voru nærri helmingi færri en í ágúst eða 24. Eignaspjöll voru 12, hraðakstrar 56, þjófnaðir 5 og ölvunar akstrar 3. Ekkert fíkniefnmál kom upp. Þá voru nær engin vandamál sem tengdust börnum og ungmennum.

þriðjudagur, október 09, 2007

Röng eyja valin fyrir friðarsúlu


Ég hefði haldið að það væri nær að reisa friðarsúluna í hinni ítursvölu og tilkomumiklu Eldey, en þar er einmitt stærsta súlubyggð í heimi. Hin viðrinislega Viðey er allt of mikið 84 eitthvað.

Dylan fær Nóbelinn

Já, er það ekki tímabært, ef verðlaunin eiga að rata vestur um haf?
You hand in your ticket
And you go watch the geek
Who immediately walks up to you
When he hears you speak
And says, "How does it feel
To be such a freak?"
And you say, "Impossible"
As he hands you a bone

Nema ef Megas skyldi fá verðlaunin. Böns of monní fyrir píslina úr Norðurmýrinni.
haglarinn fær að hanga á veggnum kyr
hallgrímskirkju pirra þig ekki turnrimlarnir
rakhnífar þurfa ekki að minna á rauðskjöldótta kú
og þú híar á höfnina - hú níds jú
reykjavík skerið júróp abú
jörð sólkerfi vetrarbraut abú abú
allt þitt harmahaf er pillað af

Það þarf aðeins eina pillu
og öll þín þraut er á braut
aðeins eina pillu
og öll þín þraut er endanlega á braut

mánudagur, október 08, 2007

Óhóflegu væntingarnar snúa aftur

Viljið þið vita hvort Reykjavík Energy Investment í raun Decode aftur og upp á nýtt með tilheyrandi tvöföldun og þreföldun verðmætis á skömmum tíma? Spyrjið Hannes Smárason.

föstudagur, október 05, 2007

Dylan fyrir byrjendur



Hér má sjá nokkur vídeó, misgóð, sem tekin voru saman til að kynna safnplötuna Dylan sem nú er komin út. Meistarataktar víða. Skoðið! (Ath sérstaklega myndbandið við Tangled up in Blue, þetta er ekki flókið! Þarf að ræða það eitthvað?)

fimmtudagur, október 04, 2007

Sá sem kann landafræði - hann ferðast ókeypis

Úr hvaða mynd er þetta?

[Sett inn því ég virðist vera húkkt á landafræðileiknum á Facebook]

Ekkert Maus, bara Monitor

Fékk Monitor blað Bigga í Maus í hendur í dag. Flott blað hjá manninum með járnröddina, skemmtileg viðtöl og flott layout. Til hamingju með Monitor.

Tveir apaheilar

Hvor er meiri fáviti, sá sem hleypur inn á völlinn eða sá sem lætur sig detta og skipta sér útaf fyrir að fá klapp á kinnina.

Grátt Geysis grín

Það var mikill fögnuður í Keflavík þegar Geysir Green Energy til til starfa í bænum af þrótti enda herinn farinn og umrót á atvinnumarkaði. Ég renndi suður í gær í afmæli móður minnar með þær fréttir í farteskinu að að Geysir Green héti nú Reykjavík Engergy Invest. Var ekki gerður góður rómur að þessum tíðindum. Ekkert hef ég þó séð frá Árna Sigfússyni eða öðrum stafnbúum Suðurnesjamanna um þessar breytingar. Einu fréttirnar eru þær að Sjálfstæðisflokkurinn í Reyjavík logi í óeirðum vegna málsins. Talað er um nýtt dulbúið risarækjueldi. Það verður fróðlegt að sjá hvort upp úr gýs í haustferð reykvískra sjálfstæðismanna um helgina, en þá er förinni heitið í hlýjan faðm jarðvarmasetursins Reykholts þar sem Sr. Geir Waage mun reyna að stilla til friðar í flokknum. (Ókeypis er í ferðina, hvað Hannes Hólmsteinn Gissurarson, höfundur bókarinnar Hádegisverðurinn er aldrei ókeypis athugi)

[Í framhaldinu er rétt að geta þess að ekki er vitað til þess að óeining sé um málið í borgarstjórnarflokki Framsóknarflokksins.]

Aftur að útrás jarðvarmans: Þátttaka OR í REI er líklega nauðsynleg ef ætlunin er að flytja út þekkingu á sviði jarðvarmavirkjana. Ef ætlunin er hins vegar að fara út í einhverjar fjárfestingar, umbreytingar og peningaleiki, þá er spurning hvaða erindi Björn Ingi og Vilhjálmur eiga að borðinu.

miðvikudagur, október 03, 2007

Hvaða Star Wars karakter ert þú?


Ég var John Terry

mánudagur, október 01, 2007

Forsetinn og útrásin

Aðstoð forsetans við útrásarvíkinga þjóðarinnar hefur vakið athygli en hann hefur verið þeim innan handar og beitt embættinu til að liðka hjarir dyra sem ella hefðu eigi opnast. Það er vel til fundið hjá honum við setningu alþingis að minna þennan hóp á skyldur sínar á heimavelli og tækifærið til að láta að sér kveða með jákvæðum hætti á alþjóðavettvangi í stað þess að hugsa bara um Gucci og Bugatti. Um leið og forsetinn gagnrýnir þennan hóp slær hann vopnin snilldarlega úr höndum óvildarmanna sinna sem hafa reynt að nota samband Ólafs við auðmenn sem fleyg milli forsetans og þjóðarinnar. Þeir eru margir sem iða í skinninu að sá bak Ólafi af Bessastöðum.

[Reyndar hefur líka verið minnt á það nýlega að forsetinn getur þakkað það ákveðnum auðmanni að fá að búa á Bessastöðum.]

Það er rétt hjá Ólafi að vaxandi stéttaskipting á Íslandi mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. En það er í sjálfu sér ekkert við því að gera að ofsagróði streymi inn á örfá heimili? Best væri að þeir lánssömu haldi áfram sinni iðju en ástundi hófsemi og létu um leið landið sem fóstraði þá njóta með einhverjum hætti þannig að samfélagið auðgist um leið og þeir. Róbert Wessmann og Ingunn Wernersdóttir koma upp í hugann. Jón Ásgeir Jóhannesson hefur líka eitthvað verið að láta að sér kveða í Afríku í félagi við skoska skrilljónerinn Sir Tom Hunter, vin Clintons.

En eitt í viðbót um íslensk ríkmenni og útlönd: Af hverju hefur enginn blaðamaður reynt að komast að því hvaða auðjöfur bauð Nazarbayev, forseta Kazakstan, til Íslands, eins og Guðmundur Steingrímsson greindi frá í nýlegri grein um starf sitt sem kosningaeftirlitsmaður í þessu gerspillta landi?

Sterk stjórn

Fjölmiðlamenn hafa ætlað að hræra upp í umræðinni með þvi að taka púslinn á fylgi stjórnarinnar í kjölfar uppsagna í fiskvinnslu eftir skipbrot fiskveiðistefnunnar og niðurskurðinn mikla. Líklega hefur verið búist við því að stuðningur við Þingvallastjórnina myndi láta á sjá en kannanir sýna hins vegar að sjö af hverjum tíu kjósendum styðja hana. Æ færri vilja kannast við að styðja framsókn og VG og furðuflokkur Frjálslyndra þurrkast út (...kannski vegna þess að leigubílstjórar voru almennt að vinna um helgina).

Útspil Guðna og félaga fyrir helgina skilar þeim ekki neinu. Andstaðan gengur örugglega með nokkrum kvíða til þingsetningar í dag, því ekki hefur þeim tekist að höggva skörð í stjórnarfylgið þótt gefið hafi á bátinn og jafnvel skort upp á samhljóm á stjórnarheimilinu. Verkefnin eru hins vegar ærin og sérstaklega ástæða til að hafa áhyggjur af efnahagsástandinu enda margar fjölskyldur orðnar æði skuldsettar. Þótt eignamyndun hafi aukist á móti þá getur slíkur ávinningur horfið eins og dögg fyrir sólu með hruni á fasteignamarkaði. Skuldirnar hverfa hins vegar ekki svo glatt og verður þá litla gleði að finna fyrir framan flatskjái landsins.

Það þarf að finna einhverja leið til að draga úr þessari gargandi neyslu og innræta fólki skynsemi. Fyrr er ekki hægt að ganga til liðs við lágvaxtafélag eins og myntbandalag Evrópu. Einnig þarf að verja hagsmuni neytenda betur. Mér finnst bæði samtökin og talsmaðurinn vera óttalegt píp. Það vantar meira cojones í þessi mál.

BBC kaupir Lonely Planet

Ég er einn af þeim sem hafa notið liðveislu ferðahandbókanna frá Lonely Planet á þegar leið mín hefur legið um erlenda mold. Bækurnar eru bæði frábærar til að skipuleggja ferðir sínar og til að leysa verkefni og vandamál sem koma upp frá degi til dags. Nú hefur BBC Worldwide keypt útgáfuna af frumkvöðlunum Wheeler hjónunum og verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þetta hefur á LP.

Ekki þurfti ég aðstoð Lonely Planet um helgina enda lá leiðin á gamalkunnar slóðir í Þórsmörk (reyndar að Básum í Goðalandi). Svæðið skartaði sínum fegurstu haustlitum og bauð upp á stafalogn og regnboga að næturlagi, sem er fágæt sjón.