Það var föngulegur hópur valmenna sem hittist á Ártúnsholti kl. 16 miðvikudaginn 28. júlí. Förinni var heitið í Skaftafell og þaðan eldsnemma á fimmtudagsmorgun yrði lagt upp í fjögurra daga leiðangur “Núpstaðaskógur Skaftafell”.
http://www.mountainguide.is/ISL/ferd/sumar/inupsk.htm
Eftir því sem austar dró þennan dag versnaði veðrið eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er á Vík í Mýrdal.
IMG_1937
Originally uploaded by Adler.
Spáin hljóðaði upp á rigningu fyrstu daga ferðarinnar en síðan átti að létta til og vera prýðisveður í lokin. Menn settu því ekki fyrir sig rigningu fyrsta daginn en heldur þótti mönnum hún magnast eftir því sem leið á fyrstu dagleið. Fyrsta spölinn var keyrt með fjallarútu Hannesar Jónssonar á Hvoli inn eftir eyrunum (!) milli Núpsár og Súlu. Síðan var gengið inn eftir Núpsánni sem var farin að vaxa töluvert þannig að ekki var hinir venjulegu stígar meðfram ánni voru á kafi og því þurfti hópurinn að klöngrast gegnum blautan skóginn meðfram henni.
Svo var klifið upp eftir gríðarlegri keðju til að komast upp hamravegg nokkurn og var það skemmtileg þolraun, sérstaklega með 20 kg. poka á bakinu. Þegar þar var komið voru margir orðnir blautir í gegn. Við keðjuna getur að líta glæsilega fossamyndun þar sem tveir fossar renna saman í Núpsá, annar hvítur bergvatnsfoss, hinn mórauður jökulfoss.
Gangan hélt svo áfram um móa og mela og inn eftir mikilúðlegu gljúfri þaðan sem klifið var upp 100 m háa skriðu. Enn rigndi og bætti heldur í frekar en hitt.
Þegar við loksins komum á tjaldstæðið sem ávallt er notað í þessum ferðum var hópurinn örþreyttur og skreið beint ofan í svefnpokana meðan vindur og væta börðu tjöldin. Leiðsögumaðurinn eldaði handa okkur og svo liðu menn út af.
Svo fóru tjöldin að leka og þá kom í ljós að umhleypingaveðrið hafði breytt tjaldstæðinu í uppsprettulind.
IMG_1989
Originally uploaded by Adler.
Á þessum tímapunkti var augljóst að ekkert vit væri í því að halda áfram. Blautu fötin frá deginum áður voru ennþá blautari, auk þess sem skór og annað var blautt í gegn hjá flestum og nýjasta veðurspáin hótaði enn meiri bleytu eftir því sem liði á ferðina. Tilhugsunin um heilan dag í bleytu sem mundi enda á vist í blautu tjaldi áður en gengið yrði yfir jökul var ekki heillandi. Það var því ákveðið að snúa við og gera gott úr ferðinni með einhverju stuði í Skaftafelli. Til að gera langa sögu stutta þá gekk það vel eftir.
Eftir að hafa gengið til baka niður að ánni kom í ljós að hún var ófær vegna vatnavaxta og hafði hópur sem ætlaði að ganga sömu leið og við, degi síðar, þurft að snúa við. Þarna náðum við að þurrka tjöldin og fleira þannig að vistin var mjög góð. Daginn eftir komst Hannes yfir á rútunni og flutti okkur yfir í Skaftafell þar sem sumir slökuðu á meðan mestu garparnir fengu útrás fyrir gönguþörfina. Ég var í bjórhópnum. Þessum degi lauk með magnaðri flugeldasýningu við Jökulsárlón sem er ótrúleg upplifun.
IMG_2240
Originally uploaded by Adler.
Þeir sem vilja skoða fleiri myndir er bent á www.gottfolk.is/staff/vosbud20004