Ummæli dagsins
"Samfylkingin er afturhaldskommatittaflokkur."
Davíð Oddsson, forsætisráðherraefni Sjálfstæðisflokksins, á alþingi í gær.
"Samfylkingin er afturhaldskommatittaflokkur."
Getur maður ef til vill notað orðið oflof fyrir hæp? Líklega ekki. Oflof er sama og háð segir Snorri og hæp er annað en það. µer finnst bókin hans Þráins Bertelssonar, heiðurlistamanns alþingis, hafa verið hæpuð upp úr öllu valdi. Man t.d. einhver hvað bókin heitir? Hún er bara fræg fyrir að vera "bókin sem Þráinn lét lögfræðing lesa yfir".
Ég verð nú bara að segja að mér finnst það ótrúlega merkilegt að Eiður Smári hafi verið fyrirliði Chelsea í leiknum á miðvikudaginn. Jafnvel þótt Terry og Lamphard hafi ekki verið með. Ef ESG verður ekki íþróttamaður ársins 2004 þá er sú nafnbót hreinlega fáránleg.
Wikipedia klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Hér er allt um Band Aid, þar á meðal hver syngur hvað í hvaða útgáfu. Ég er nú líklega bara orðinn svona gamall en mér finnst fyrsta útgáfan best. Miðútgáfan er svo lang lang lélegust.
Menn muna eftir pappalöggunum hennar Sólveigar Pétursdóttur. Þeir hafa nú verið teknir af götunum og voru líklega settir í að rannsaka olíusamráðið. Um þetta mætti gera mynd.
Meg Rosoff sem vann Guardian Children's Fiction verðlaunin og er tilnefnd til Whitbread barnabókaverðlaunanna:
Já sei sei. 1.000 leikur Fergusonar yfir Manchester United er í kvöld. Það verður að teljast afrek út af fyrir sig að ná að hanga við stjórnvölinn jafn lengi og raun ber vitni. Svo vantar nú ekki bikarana í safnið hjá kallinum. En maður spyr sig. Getur verið að þetta sé bara orðið gott. Er kominn tími á nýjan kall í brúnni? Hver gæti það verið? Martin O'Neill hefur verið nefndur. Einnig Guðjón Þórðarson, þó í smærri hópi. Hver sem það verður þá verður líklega bæði erfitt og auðvelt fyrir viðkomandi að taka við liðinu, gríðarlegar kröfur vs frábær starfsskilyrði. Líka verður erfitt fyrir Riddara Alex að hætta að vera með puttana í öllu á Old Trafford. Man Utd - Lyon í kvöld á SÝN.
Fórum á Beach Boys í gær. Eiginlega fannst mér Rúni Júll standa upp úr.
Skemmtileg tónleikavika að baki. The Fall voru merkilegir. Vonbrigði stóðu ekki undir nafni. Mugison var frábær. Er kominn með bók Hauks Ingvarssonar, Niðurfall og þættir af hinum dularfulla Manga, undir hendur. Hef ekki tíma til að skrifa meira.
Nú er Davíð utanríkisráðherra búinn að hitta Colin nýhættan utanríkisráðherra USA Powell. Svona í ljósi nýlegrar uppstokkunar, hefði ekki verið eðlilegra að Halldór hitti Powell, enda nýhættur sjálfur. Þeir hefðu þá eitthvað að tala um. Og þó.
Ekki bara það að ég fór til augnlæknis og sé(!) fram á að þurfa að kaupa mér gleraugu heldur er snjóstormur úti og ekkert að sjá nema snjó. Hvítablinda.
Er þetta einhver ný tegund af bráðsmitandi þunglyndi sem herjar á þá eða eru þeir allir með kvef eftir að hafa verið úti alla helgina að mótmæla lagasetningu alþingis. Hvernig tilfinning ætli það sé reyndar að mæta í vinnuna "í nafni laganna"?
Er þetta einhver ný tegund af bráðsmitandi þunglyndi sem herjar á þá eða eru þeir allir með kvef eftir að hafa verið úti alla helgina að mótmæla lagasetningu alþingis. Hvernig tilfinning ætli það sé reyndar að mæta í vinnuna "í nafni laganna"?
Í bernsku minni eignaðist ég skemmtilega bók sem hét Heimsmetabók Guinness. Hún er nú komin út aftur en að þessu sinni undir erlendum titli. Eigum við Íslendingar ekki bara heimsmet í ensku-dýrkun?
Þótt allir séu búnir að fá sig fullsadda hafa Newsweek-liðar sett saman allmikinn greinaflokk um muninn á herbúðum Bushs og Kerrys fyrir kosningarnar. Það kemur ekki á óvart að Bushmennirnir virðast hafa verið miklu klárari, snöggari og sniðugri en húskallar Kerrys. Blaðamennirnir staðfesta það í raun sem Bush & Co héldu fram allan tímann að Kerry væri óákveðinn og tvístígandi í öllum málum auk þess sem Theresa Heinz konan hans virðist hafa haft truflandi áhrif á allar kringumstæður. Kerry kemur ekkert sérstaklega vel út úr þessari úttekt.
Íslendingar hafa á undanförnum misserum tekið risastökk upp á við á veikleikalista FIFA.
Þá er þetta Þórólfsmál búið. Hvað gerist næst? Nú er að sjá hvort fjölmiðlarnir hjóli með sömu hörku í þá sem bera mestu ábyrgðina á þessum olíuskandal. Það hefur t.d. ekki heyrst eitt orð frá Sólveigu Pétursdóttur. Hvernig á að túlka þá þögn? Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að gera hana að forseta alþingis. Hún væri þá stundum handahafi forsetavalds og Kristinn Björnsson þá um leið forsetafrú.
Jæja, þá er búið að tengja Digital Ísland fyrir mig. Skilst að það sé búið að vera brjálað að gera í rafeindavirkjabransanum undanfarna daga. Ekki stoppaði alla vega síminn hjá gaurnum sem gat komið örbylgjuloftnetinu upp og í samband meðan hann var heima hjá mér. Svo var hann með svo óþolandi hringingu, en nú er það alfarið hans mál. Ég er tengdur!
Búðu þig undir að uppáhalds súkkulaðið þitt hækki í verði á næstunni. Orsökin er að sú bylgja ofbeldis sem skellur á Fílabeinsströndinni þessa dagana veldur því að heimsmarkaðsverð á kakói hefur ekki verið hærra í fimm ár. Hafa slíkar ástæður ekki dugað mönnum so far til að hækka allt upp úr öllu valdi?
Sanniði til, þið eigið eftir að muna eftir fyrstu dögum nóvember 2004 um aldur og ævi. George Dubya endurkjörinn, Arafat dauður, Þórólfur...., og markið hjá Ronaldinho gegn Milan. Hér læt ég Digital Ísland liggja milli hluta þar sem ég er ekki ennþá kominn með örbylgjuloftnet, en sumir tala um byltingu í sjónvarpi. Ég læt mér í léttu rúmi liggja hvernig myndgæðin eru á Silfri Egils, enda er þar um útvarpsþátt að ræða.
Missti af góðum löns með Gumma, Stjána og Ragga vegna þess að tölvupóstur Góðs fólks var í lamasessi í morgun. Er með harðsperrur undir höndunum. Fúll. Fór á bókafyllerí í staðinn og keypti Best of Hallgrímur Helgason eftir Grim sem vonandi er betri en Herra Alheimur. Keypti og Truflanir í vetrarbrautinni eftir Óskar Árna . Þar held ég að fari skáldskapur af fínustu sort.
Missti af góðum löns með Gumma, Stjána og Ragga vegna þess að tölvupóstur Góðs fólks var í lamasessi í morgun. Er með harðsperrur undir höndunum. Fúll. Fór á bókafyllerí í staðinn og keypti Best of Hallgrímur Helgason eftir Grim sem vonandi er betri en Herra Alheimur. Keypti og Truflanir í vetrarbrautinni eftir Óskar Árna .. Þar held ég að fari skáldskapur af fínustu sort.
Ég er ennþá þunglyndur yfir þessum úrslitum. Ég óttaðist það reyndar allan tímann að Bush mundi vinna, en á kjördag voru teikn á lofti um að Kerry ætti góða möguleika. Gríðarleg kjörsókn, hagstæðar útgönguspár gíruðu mig upp í að búast betri úrslitum en raunin varð um. Dem jankís!
Jæja, það fór eins maður óttaðist. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að svona mundi fara. Við upphaf kosningavökunnar í gær voru þó ýmis teikn á lofti um að góð kjörsókn gæti dugað Kerry, jákvæðar útgönguspár bæði í Ohio og Florida. En hvað getur maður sagt? Ætli lögfræðingaher Demókrata fari í einhvern eltingaleik við atkvæði um hvippinn og hvappinn? Þegar þetta er skrifað virðist Bush vera að taka þetta býsna sannfærandi, hann er að fá fleiri atkvæði en Reagan fékk á sínum tíma þegar hann var endurkjörinn. Þessir Ameríkanar eru klikk.
Nóg í fréttum í dag, eldgos, forsetakosningar, eftirskjálftar olíuopinberunarinnar og kennaradeilu. Væri kannski ráð að nota sektargreiðslur olíufélaganna til að stórhækka laun kennara? Væri það ekki besta leiðin fyrir Þórólf borgarstjóra að hrista af sér allar efasemdir um heiðarleika? Mér finnst reyndar skrýtið að fólk, foreldrar um allt land, búist virkilega við því að þessi miðlunartillaga verði samþykkt. Það er ekki séns. Búið ykkur undir endurnýjað verkfall gott fólk.
Já já. Það er augljóst að tilskipanir Evrópusambandsins og samkeppnislögin dugðu ekki til að halda aftur af samráðsóðum yfirmönnum olíufélaganna. Satt best að segja þá fær maður óbragð í munninn því meira sem maður heyrir af samskiptum toppanna í félögunum og svo þykjast þessir menn ekki hafa vitað að þetta væri bannað! Tók tíma að bregðast við nýju lagaumhverfi? Nú eru reyndar á flestum þessum póstum komnir nýir menn til starfa, en það hlýtur að vera hægt að draga brotamennina til ábyrgðar með einum eða öðrum hætti. Á Þórólfur t.d. pólitíska framtíð?