Hér eru myndir af frægðarförinni niður Laugaveginn. Því miður gleymdum við að safna áheitum eins og allir virðast gera þessa dagana sem leggja land undir fót, en þeim sem þess óska er bent á að styrkja KR, ekki veitir af....
Í stórum dráttum þá var ferðin þannig að við gistum eina nótt í Landmannalaugum og gengum síðan á fjórum dögum suður í Þórsmörk þar sem við gistum síðan á Jónsmessunóttina, laugardaginn síðasta. Við gistum í skálum Ferðafélags Íslands. Allan tímann viðraði vel til göngu og skakklöppuðumst við skakkafallalaust gegnum allt prógrammið og höfðum gaman af.
Fyrsta myndin er tekin þegar við erum komin upp fyrstu alvöru brekkuna, Laugahraunið er að baki. Takið eftir því hversu allt virðist lauflétt á myndinni, klæðnaður, skap og bakpokar, allt mjög létt. Ekki síst vegna þess að við fengum þyrlu til að fljúga með þyngsta partinn af farangrinum upp í Hrafntinnusker fyrir okkur, en það var áfangastaður okkar þennan daginn.
IMG_3678
Originally uploaded by Adler.
Þessi mynd er tekin á öðrum degi göngunnar, á leið frá Hrafntinnuskeri í Álftavatn. Þarna erum við að kveðja líparítlandslagið og ganga milli Kaldaklofsfjalla.
IMG_3749
Originally uploaded by Adler.
Og þá tekur við þetta leiðinlega útsýni til Álftavatns. Glittir aðeins í Tindfjöll lengst til hægri.
IMG_3754
Originally uploaded by Adler.
Hálendishetjan snýr aftur
IMG_3768
Originally uploaded by Adler.
Þessi hér er tekin síðar sama dag eftir lúmskt þreytandi langa göngu yfir sandana suður í Emstrur. En gríðarlega tilkomumikið landslag og dulúðugt. Maður átti hálfpartinn von á að einhver úrþvætti úr Lord of the Rings mundu koma ríðandi yfir hálsinn.
IMG_3771
Originally uploaded by Adler.
Lokaáfanganum náð í Skagfjörðsskála í Þórsmörk í úrhellisrigningu sem buldi á okkur síðustu 45 mínútur þessarar frábæru ferðar.
IMG_3787
Originally uploaded by Adler.