Tveggja turna slagur í Reykjavík er ekkert nýtt og skilar jafn litlum árangri og áður:
Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir:
Reykjavíkurtjörn er sagt að hafi verið til forna full af veiði, silungi, laxi og sjóbirtingi, og varð það þeim sem lönd áttu að henni að góðu gagni. En sumir segja að það hafi verið tveir bræður og hafi annar búið í Hlíðarhúsum, en hinn í Skálholtskoti. Þeir deildu um veiðina í tjörninni því báðir þóktust eiga hana alla, en gátu ekki komið sér saman um að nota hana í bróðerni.
Er þá sagt að af heitingum þeirra og ofstæki hafi svo farið að veiðin hafi horfið úr tjörninni, en hún orðið full af pöddum og hornsílum, og aldrei hefir nein veiði verið í henni síðan, en þó hafa stundum fengizt þar álar.
Eftir þessu hefðu þá heitingar átt að haldast við fram á næstliðna öld, og þess vegna segja aðrir - sem líklega hefir þótt það ótrúlega og hitt ekki síður að karlmenn skyldu hafa heitazt - svo frá að það hafi verið tvær kerlingar sem hafi búið sín hvorumegin við Reykjavíkurtjörn.
En svo hafi staðið á að þær voru að skola hvor um sig úr sokkunum sínum sín hvorumegin tjarnarinnar, fóru svo að rífast út úr veiðinni í henni sem báðar vildu eiga og heituðust af öllu saman, og hafi þá farið eins og áður segir að fyrir álögum þeirra eða heitingum hafi silungurinn orðið að pöddnm og hornsílum.
Alveg sé ég Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Björk Vilhelmsdóttur í hlutverki þessara kellinga. Eða var það öfugt?