Setning dagsins
Þú þarft ekki að hlæja. Ég veit að ég er fyndinn.
Pabbi minn á afmæli í dag. Mamma mín á afmæli á sunnudaginn. Samt á ég sjálfur ekki afmæli fyrr en í febrúar, á gamlársdegi Rómverja.
Nú þegar Jón Steinar tekur við starfi Hæstaréttardómara, þá hlýtur bráðum að verða auglýst í lausa stöðu sérstakt lögfræðilegs talsmanns Sjálfstæðisflokksins en starfið felur í sér að skrifa ómálefnalegar og orðljótar greinar, í viðhafnarramma, um andstæðinga Flokksins, t.d. uppnefna menn Illhuga og annað slíkt.. Einnig vantar verjanda fyrir Hannes Hólmstein, bankaráðsmann í Seðlabankanum, í öllum hans ritstuldi.
Skemmtileg grein eftir Al Gore í New York Times. Gore klúðraði sínum debatti við Bush á sínum tíma, þ.e. Bush var af flestum talinn hafa komið betur út, vegna þess að Gore var svo hyper-málefnalegur og dæsti og stundi undan vitleysunni í Bush.
Lauk í nótt við sannkallað bókmenntastórvirki, Quicksilver eftir Neal Stephenson. Bókin sú er 927 síðna heimspeki-reyfari sem gerist á 17. öld, aðallega á Englandi en teygir einnig anga sína til Tyrkjaræningja og Massachussets. Flókin bók en gríðarlega skemmtileg og ekki síður fróðleg. Spilltur aðall með sífilis og gallsteina tekst á við skapstygga heimspekinga sem eru að hugsa heiminn upp á nýtt flæktir í alkemíu og njósnastarfsemi. "Slæmu" fréttirnar eru þær að þetta er bara fyrsta bindið af nokkrum. Það eru a.m.k. 2x1.000 blaðsíður eftir!
Hér geta menn skemmt sér við að hlusta á John F. Kennedy syngja snilldarlag, reyndar með aðstoð nútíma-tækni.
Nú eru allir fréttatímar fullir af kennaraverkfallinu. Það er því eðlilegt að röfla aðeins um það. Úff.
Margt skemmtilegt lærir maður af því að lesa Wikipedia. Ég hélt að ég vissi allt um Bítlana en samt kom forsíðan í morgun mér á óvart:
Jú, þetta voru þrusutónleikar. En þar sem ekki er liðið ár, varla nema rúmlega hálft ár, síðan hann hélt síðast tónleika hér, í Nasa eins og nú, þá markast upplifun manns mikið af því. Í stuttu máli sagt þá held ég að tónleikarnir núna hafi verið "betri" en síðast....en....hins vegar þá var upplifunin af síðustu tónleikum miklu sterkari. Þá kom sviðsframkoma írska dvergsins manni gersamlega í opna skjöldu ásamt með öllum þeim göldrum sem hann framdi með gítarinn og effektana. Nú var með honum söngkona sem var góð og samleikur þeirra var mikilvæg viðbót frá síðustu tónleikum.
Þeim sem halda að ég hlusti bara á Bob Dylan, Damien Rice og Bob Dylan er bent á nýju uppáhaldshljómsveitina mína: The Go! Team. Hér getið þið fundið tvö lög með þessum nýja hljóðfærasamsöfnuði sem minnir á tölvuleikjatónlist sem hrist er saman við seventies teiknimyndaþáttafönk. Hækkið í hátölurunum og smellið á þetta:
Þessi frétt var á Vísi í morgun:
Þetta er nýja upphafssíðan mín. Skemmtilegur fróðleikur úr í einhvers konar óritstýrðu en þó skipulegu samansafni hvaðanæva úr heiminum. Tékkið á þessu.
Jú, veiðiferðin varð að veruleika. Lögðum upp fimm á tveimur bílum á laugardagsmorgni og stefndum að félagsheimilinu í Dalsmynni í Svínadal við rætur Auðkúluheiðar. Hestarétt sveitarinnar stóð sem hæst þegar okkur bar að garði. Hápunktar:
Mjóavatn á Auðkúluheiði hefur ekki verið mikið í fréttum síðustu vikur. Auðkúluheiðin sjálf var reyndar mikið í fréttum fyrir fjöldamörgum árum vegna uppblásturs og argaþrass um lausagöngu búfjár. Menn mega hins vegar búast við því að Mjóavatni skjóti upp á stjörnuhiminn fréttanna eftir helgina þegar spyrst út hvílíkum metafla menn ætla að landa úr vatninu á morgun og hinn. Það verður vaskur hópur drengja undir stjórn Kristjáns Vals Jónssonar sem mun moka silungnum á land í tonnatali millli þess sem dreypt verður á írsku viskíi og skosku.
Nú eru þeir að tala um opinbera rannsókn á skjölunum sem styðja þá kenningu sem lengi hefur verði á lofti um að Bush forseti hafi (eðlilega) veigrað sér við herþjónustu í Víetnam og fengið pabba sinn til að hjálpa sér í feluleiknum. Skv. skjölunum mætti Bush aðeins nokkrum sinnum í Þjóðvarðlið Texas og óhlýðnaðist skipunum um regllubundna læknisskoðun.
Vinur minn sagði mér í upphafi árs að hann bindi miklar vonir við 15. september. Þá mundi nú mikið breytast. Þá væri aflétt umsáturs-hræðslu-ástandi sem Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra (mmmm...feels good) hefði komið upp í þjóðfélaginu. Fólk mundi vonandi eiga auðveldara með að tjá sig um erfið og auðveld málefni án þess að beita sig sjálfsritskoðun af ótta við ímyndaða yfirvofandi reiði kallsins í brúnni.
Gullvagninn minn, Renault Clio, skrnr. RE 758, hefur staðið sig afburðavel gegnum tíðina. Helsta afrek hans var að fara suður vestari veginn meðfram Jökulsá á Fjöllum sem aðeins var ætlaður fjórhjóladrifnum bifreiðum. Uppskar nokkrar roðnanir hjá ökumönnum risavaxinna jeppa sem Gullvagninn veik fyrir á leiðinni svo jeppgreyin kæmust leiðar sinnar. Hann hefur líka farið hringinn kringum landið, í Landmannalaugar, á Ísafjörð og hefur aldrei fest sig í snjó. En nú skiljast leiðir.
Röflinu hefur borist boðskort í innflutningspartý (!!!) í nýju prentsmiðju Morgunblaðsins að Hádegismóum 2 við Rauðavatn. Það fyrsta sem sló mig var að þetta er líklega eitt verst prentaða boðskort sem ég hef nokkru sinni séð. Einnig rifjast upp það að við borgarstjórnarkosningarnar 1982 barði Morgunblaðið hatrammlega á þáverandi vinstri-meirihluta, sérstaklega vegna áætlana um íbúðabyggð við Rauðavatn, því þetta væri stórhættulegt sprungusvæði. Mogginn, sem finnst fátt merkilegra en að vitna í sjálfan sig, ætti nú etv. að rifja þetta mál upp. Meirihlutinn féll í þessum kosningum og Davíð Oddsson komst til valda. The rest is his story.
Það kemur sá dagur á hverju ári - dagurinn sem þú þarft að skafa af bílnum þínum í fyrsta skipti. Það þýðir að sumarið er að láta undan síga, en eins og menn vita þá eru árstíðaskipti afleiðing af möndulhalla jarðar. Nú erum við á leiðinni inn í skuggann.
Spurning um að baka í kvöld og mæta með köku í vinnuna á morgun, 15. september.
Mér finnst þetta góður þáttur. Í gær var Hemmi Gunn í heimsókn, en honum hefur áður verið hrósað í þessum skrifum. Vonandi fær hann að birtast reglulega á skjánum, þ.e. Sýn, í vetur. Það eina sem ég velti fyrir mér er hvort þetta sé hugsanlega of langur þáttur, ca 90 mínútur í gær. En þó mundi ég varla vilja sleppa neinu, líklega er lausnin sú að taka þáttinn upp og horfa á hann í tveimur bútum - nú eða þremur. (Takið eftir því að hér er ritað „tveimur“, ekki „tveim“ eða „tvemur“ eins og sumir hafa orðið uppvísir að. Þetta kenndi mér Ragnheiður Briem, sem kenndi mér íslensku í 3. bekk MR en er nú látin)
Móður, nýkominn úr sturtu, ennþá hálf-svitnandi, með boozt í hönd. Líður eins og nýsteiktum hamborgara. Já góðir hlustendur, átakið Grennum Örninn er hafið, aftur.
Það er margt skemmtilegt um fótbolta á netinu, það sem ég skoða helst er
Þegar Íslendingar jöfnuðu, strax eftir að Ungverjar komust yfir, sagði ég við Ástu glaður í bragði: "Sjáðu til, lið sem eru frekar léleg fá oft á sig mark fljótlega eftir að þau skora." Þetta rættist svo tveimur mínútum síðar.
Nú eru fylgismenn fjölmiðlafrumvarpsins sáluga glaðhlakkalegir og segja: "Við sögðum ykkur þetta. Þið vilduð þetta. Þið vilduð hafa þetta eins og hjá Berlusconi." Nú eru þessi gífuryrði að rætast.
Ég er orðinn spenntur fyrir þremur plötum sem koma út á næstunni
Muna lesendur eftir kvikmyndinni Rocky 4. Ég ætla mér að sjá þá mynd aftur eftir að hafa hlustað á James Brown flytja lagið "Livin in America". Það var, minnir mig, æðislegt atriði í myndinni þegar fyrrum heimsmeistarinn Apollo Creed ætlaði að valta yfir rússneska meistarann Ivan Drago. Drago mætti á svæðið og stóð í hringnum, frekar hógvær í bragði, en þá birtist Apollo og allt ætlaði um koll að keyra með James Brown á svæðinu og þvílíkt show í gangi til dýrðar blessuðum Bandaríkjunum...
"Dómari! Það var víst hendi! Kanntu ekki að dæma!"
Fótboltamót auglýsingastofanna er á morgun. Við mætum með öflugt lið, þótt nokkur meiðsli hrjái lykilmenn - og mig. Gott fólk á titil að verja. Síðan er landsleikurinn gegn Búlgaríu og verður fróðlegt að sjá hvort árangurinn gegn Ítölum var bara blaðra. Síðan er partí um kvöldið þar sem leikin verður tónlist af iPod. Sunnudagurinn fer væntalega í að ná sér og svona.
September hafinn. Haustið komið. Tími til að losna við eitthvað af grillspiki sumarsins. Var búinn að ákveða með 4-5 vikna fyrirvara að mæta í ræktina af alefli í gær, 1. september. Það hafðist. Ég ákvað að beita sálfræðitrixi á sjálfan mig til að mótívera mig og bjó til frábæran playlista í iPodinn þar sem ég blandaði saman stefi og lögum úr Rocky myndunum við Quarashi og Mínus lög. Þessi blanda þrælvirkaði, mér leið eins og ég væri Balboa sjálfur að undirbúa mig fyrir bardaga við Apollo Creed, Mr T eða Ivan Drago. Maður þarf nú að fara að sjá þessar myndir aftur, sérstaklega Rocky 1, en hún fékk víst einhver Óskarsverðlaun, amk. tilnefningu - fyrir handritið held ég. En - alveg magnað - hvernig þessi tónlist drífur mann áfram. STICK'EM UP!
Nú þarf að taka til hendinni í Vesturbænum. Það lítur ekki út fyrir að Willum eigi eftir að stýra liðinu mikið lengur og raunar segir slúðrið að þegar hafi verið samið við Gauja Þórðar um að taka við liðinu. Það getur verið gott, og það getur verið slæmt. Ég held að Gunnlaugssynir hafi sungið sitt síðasta og nú þurfi að taka við uppbyggingartímabil með fáum, en vel völdum leikmannakaupum. Guðjón Þórðarson er líklega með dýrari þjálfurum og gerir örugglega kröfur um leikmannakaup, spurning hvort væri hægt að gera e.k. samstarfssamning við enskt félag í efstu deildum um að fá einn, tvo menn, eða eitthvað slíkt. Betra væri þó ef unnið væri af alúð og festu með efniviðinn í Vesturbænum í stað þess að kaupa, eyða og spenna. Áfram KR!